Ægir - 01.03.2007, Page 28
28
Á síðasta ári fagnaði Sjó-
klæðagerðin 66°Norður átta-
tíu ára afmæli, en sögu fyr-
irtækisins má rekja aftur til
ársins 1926 þegar Hans
Kristjánsson frá Súgandafirði
og nokkrir aðrir hófu fram-
leiðslu á sérstökum hlífð-
arfatnaði fyrir sjómenn og
fiskverkafólk á norðurslóðum.
Alla tíð hefur 66°N lagt mikla
áherslu á sjófatnað – sem
bæði hentar í sjómennskuna
og sömuleiðis í fiskvinnsluna,
en í dag er vöxturinn mestur í
hverskyns útivistarfatnaði,
sem fyrir löngu er þekktur hér
á landi sem og erlendis.
Á fyrstu áratugunum var
áhersla Sjóklæðagerðarinnar á
hlífðarfatnað fyrir sjómenn og
fiskverkafólk, en þegar fyr-
irtækið varð 40 ára árið 1966
keypti Verksmiðjan Max Sjó-
klæðagerðina og til varð Sjó-
klæðagerðin hf. Rúmum ára-
tug síðar skiptu eigendurnir
fyrirtækinu aftur upp og hófst
þá mikil samkeppni. Þá tók
Sjóklæðagerðin upp vöru-
merkið 66°Norður og hefur
framleitt vörur sínar undir því
merki allar götur síðan. Leiðir
fyrirtækjanna lágu síðan aftur
saman árið 1998 þegar Sjó-
klæðagerðin keypti Max.
Óolíuborinn hessianstrigi
Óhætt er að segja að hlífð-
arfatnaður Sjóklæðagerðinnar
hafi frá upphafi verið níð-
sterkur og staðist tímans tönn.
Í upphafi notaði fyrirtækið
óolíuborinn hessianstriga til
framleiðslu á sjófatnaði og var
þá hluti af framleiðsluferlinu
að olíubera strigann. Þessi
strigi var notaður í sjóstakka,
sjóhatta, síldarsvuntur og ann-
an sjó- og fiskifatnað.
Á fimmta áratugnum varð
bylting með vinylhúðuðum
PVC efnum og svo aftur undir
lok 20. aldarinnar með til-
komu flísefna og hátækni-
legra öndunarefna á borð við
Polartec® og E-vent®.
Á níunda áratugnum út-
víkkaði Sjóklæðagerðin starf-
semina og var hún þá í fjór-
um deildum – sjó- og regn-
fatadeild, sport- og útivist-
ardeild, vinnufatadeild og
framleiðsla vinylglófans.
Með auknum innflutningi
á fatnaði harðnaði samkeppni
og svo fór að árið 2000 var
tekin ákvörðum um flutning á
framleiðsluhluta 66°Norður til
Lettlands, þar sem hún er nú.
Öflugt þróunar- og hönnunar-
starf
Með öflugu og framsæknu
þróunar- og hönnunarstarfi
hef ur fyrirtækið nýtt sér nýja
framleiðslutækni, nýjar teg-
undir hráefnis og breyttar
framleiðsluaðferðir til að auka
fjölbreytni í starfseminni og
vöru úrvalinu. Sem fyrr segir
er framleiðsla hlífðarfatnaðar
fyrir sjómenn og fiskverkafólk
ekki lengur meginþátturinn í
starfseminni. Vaxtarbroddur-
inn hefur verið í hönnun og
framleiðslu fjölbreytts og al-
hliða útivistarfatnaðar jafnt á
innlendum markaði sem víða
erlendis. Einnig framleiðsla á
fatnaði fyrir björgunarsveita-
fólk, lögreglu- og slökkviliðs-
menn, heilbrigðisstarfsfólk og
fleiri.
Kári Þór Rúnarsson, markaðs-
stjóri, segir að 66°Norður
byggi starfsemi sína að stór um
hluta á áttatíu ára sögu. Vörur
fyrirtækisins séu þekktar fyrir
gæði og endingu og í hugum
kaupenda séu rík tengsl var-
anna við Ísland. Það sé mikill
styrkur. Kári segir að 66°N vör-
urnar, sem eru framleiddar í
Lett landi, hafi verið markaðs-
settar með góðum árangri í
Evrópu og í Bandaríkjunum
hafi verið gerðir stórir samn-
ingar um sölu.
Yfir 300 starfsmenn
Árið 2005 keypti Sigurjón Sig-
hvatsson, athafnamaður og
kvikmyndaframleiðandi, ráð-
andi hlut í Sjóklæðagerðinni
66°N.
Fyrirtækið starfar í eigin
húsnæði að Miðhrauni 11 í
Garðabæ, rekur átta verslanir
hér á landi, fjórar í Lettlandi,
tvær í Hollandi og að auki
fæst fatnaður frá 66°Norður
hjá endursöluverslunum í fjöl-
mörgum löndum. Starfsfólk er
rúmlega 300 og nálgaðist
velta síðasta árs tvo milljarða
króna. Fyrirtækið á allt hlutafé
í Rammagerðinni ehf. en fjór-
ar verslanir eru reknar á höf-
uðborgarsvæðinu undir merkj-
um hennar.
F A T N A Ð U R
66°Norður í sóknarhug
Félagar á Bergi íklæddir dæmigerðum sjófatnaði dagsins í dag frá 66°N.
Sjóklæðagerðin – 66°Norður á sér meira en átta áratuga langa sögu, en Hans
Kristjánsson á Súgandafirði og fleiri hófu árið 1926 að framleiða hlífðarfatnað fyr-
ir sjómenn og fiskverkafólk.