Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Síða 28

Ægir - 01.03.2007, Síða 28
28 Á síðasta ári fagnaði Sjó- klæðagerðin 66°Norður átta- tíu ára afmæli, en sögu fyr- irtækisins má rekja aftur til ársins 1926 þegar Hans Kristjánsson frá Súgandafirði og nokkrir aðrir hófu fram- leiðslu á sérstökum hlífð- arfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkafólk á norðurslóðum. Alla tíð hefur 66°N lagt mikla áherslu á sjófatnað – sem bæði hentar í sjómennskuna og sömuleiðis í fiskvinnsluna, en í dag er vöxturinn mestur í hverskyns útivistarfatnaði, sem fyrir löngu er þekktur hér á landi sem og erlendis. Á fyrstu áratugunum var áhersla Sjóklæðagerðarinnar á hlífðarfatnað fyrir sjómenn og fiskverkafólk, en þegar fyr- irtækið varð 40 ára árið 1966 keypti Verksmiðjan Max Sjó- klæðagerðina og til varð Sjó- klæðagerðin hf. Rúmum ára- tug síðar skiptu eigendurnir fyrirtækinu aftur upp og hófst þá mikil samkeppni. Þá tók Sjóklæðagerðin upp vöru- merkið 66°Norður og hefur framleitt vörur sínar undir því merki allar götur síðan. Leiðir fyrirtækjanna lágu síðan aftur saman árið 1998 þegar Sjó- klæðagerðin keypti Max. Óolíuborinn hessianstrigi Óhætt er að segja að hlífð- arfatnaður Sjóklæðagerðinnar hafi frá upphafi verið níð- sterkur og staðist tímans tönn. Í upphafi notaði fyrirtækið óolíuborinn hessianstriga til framleiðslu á sjófatnaði og var þá hluti af framleiðsluferlinu að olíubera strigann. Þessi strigi var notaður í sjóstakka, sjóhatta, síldarsvuntur og ann- an sjó- og fiskifatnað. Á fimmta áratugnum varð bylting með vinylhúðuðum PVC efnum og svo aftur undir lok 20. aldarinnar með til- komu flísefna og hátækni- legra öndunarefna á borð við Polartec® og E-vent®. Á níunda áratugnum út- víkkaði Sjóklæðagerðin starf- semina og var hún þá í fjór- um deildum – sjó- og regn- fatadeild, sport- og útivist- ardeild, vinnufatadeild og framleiðsla vinylglófans. Með auknum innflutningi á fatnaði harðnaði samkeppni og svo fór að árið 2000 var tekin ákvörðum um flutning á framleiðsluhluta 66°Norður til Lettlands, þar sem hún er nú. Öflugt þróunar- og hönnunar- starf Með öflugu og framsæknu þróunar- og hönnunarstarfi hef ur fyrirtækið nýtt sér nýja framleiðslutækni, nýjar teg- undir hráefnis og breyttar framleiðsluaðferðir til að auka fjölbreytni í starfseminni og vöru úrvalinu. Sem fyrr segir er framleiðsla hlífðarfatnaðar fyrir sjómenn og fiskverkafólk ekki lengur meginþátturinn í starfseminni. Vaxtarbroddur- inn hefur verið í hönnun og framleiðslu fjölbreytts og al- hliða útivistarfatnaðar jafnt á innlendum markaði sem víða erlendis. Einnig framleiðsla á fatnaði fyrir björgunarsveita- fólk, lögreglu- og slökkviliðs- menn, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Kári Þór Rúnarsson, markaðs- stjóri, segir að 66°Norður byggi starfsemi sína að stór um hluta á áttatíu ára sögu. Vörur fyrirtækisins séu þekktar fyrir gæði og endingu og í hugum kaupenda séu rík tengsl var- anna við Ísland. Það sé mikill styrkur. Kári segir að 66°N vör- urnar, sem eru framleiddar í Lett landi, hafi verið markaðs- settar með góðum árangri í Evrópu og í Bandaríkjunum hafi verið gerðir stórir samn- ingar um sölu. Yfir 300 starfsmenn Árið 2005 keypti Sigurjón Sig- hvatsson, athafnamaður og kvikmyndaframleiðandi, ráð- andi hlut í Sjóklæðagerðinni 66°N. Fyrirtækið starfar í eigin húsnæði að Miðhrauni 11 í Garðabæ, rekur átta verslanir hér á landi, fjórar í Lettlandi, tvær í Hollandi og að auki fæst fatnaður frá 66°Norður hjá endursöluverslunum í fjöl- mörgum löndum. Starfsfólk er rúmlega 300 og nálgaðist velta síðasta árs tvo milljarða króna. Fyrirtækið á allt hlutafé í Rammagerðinni ehf. en fjór- ar verslanir eru reknar á höf- uðborgarsvæðinu undir merkj- um hennar. F A T N A Ð U R 66°Norður í sóknarhug Félagar á Bergi íklæddir dæmigerðum sjófatnaði dagsins í dag frá 66°N. Sjóklæðagerðin – 66°Norður á sér meira en átta áratuga langa sögu, en Hans Kristjánsson á Súgandafirði og fleiri hófu árið 1926 að framleiða hlífðarfatnað fyr- ir sjómenn og fiskverkafólk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.