Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Síða 30

Ægir - 01.03.2007, Síða 30
30 7.30 – 16.15 Frá árinu 1998 hefur Efna- móttakan hf., sem er eina sérhæfða fyrirtækið í móttöku spilliefna á Íslandi, tekið við og meðhöndlað spilliefni og trúnaðargögn, sem fyrirtæki, stofnanir og heimili þurfa að losna við. Með spilliefnum er átt við efni sem geta verið skaðleg lífríki og mönnum, efni sem mega ekki undir neinum kringumstæðum fara í annað sorp eða í frárennsli. Sjávarútvegur - spilliefni Í sjávarútveginum falla til ým- is spilliefni. Sérstaklega má nefna úrgangsolíu og olíu- mengaðan úrgang, en einnig olíusíur, rafgeyma, rafhlöður, leysiefni og málningaraf- ganga, eins og í öðrum at- vinnurekstri. Rétt er að taka fram að Úrvinnslusjóður greiðir fyrir eyðingu á t.d. olíum, þynnum, olíumáln- ingu, leysiefnum, rafhlöðum og rafgeymum, sem þýðir að sá sem skilar úrganginum get- ur gert það endurgjaldslaust til móttökustöðva fyrir spilli- efni. Olíusíur eða olíumeng- aður úrgangur ber hins vegar ekki úrvinnslugjald. Úrgangs- olíu er safnað í móttökutanka við nokkrar af höfnum lands- ins og einnig er tekið við minni ílátum á móttökustöðv- um sveitarfélaga. Úrvinnslugjald er einnig á ýmsum öðrum úrgangsflokk- um, t.d. bylgjupappa, drykkjarfernum, pappaum- búðum og plastumbúðum. Úrgangsflokkum sem eru með úrvinnslugjaldi er unnt að skila endurgjaldslaust til móttökustöðva sveitarfélaga. Úrvinnslugjald skal standa undir kostnaði við meðhöndl- un viðkomandi úrgangsvöru, þar með talið endurvinnslu og/eða eyðingu vörunnar. Tekið á móti spilliefnum um allt land Á höfuðborg- arsvæðinu tekur Efnamót- takan í Gufu- nesi við spilli- efnum, en á landsbyggðinni annast dótt- urfélag Efna- móttökunnar, Sagaplast ehf., sem er með starfsstöð á Ak- ureyri, söfnun spilli- efnanna í samstarfi við sveit- arfélög. Sagaplast lætur þeim í té ílát eða sérútbúin plast- kör, sem spilliefnunum er safnað í. „Sveitarfélög taka virkan þátt í þessu kerfi og það hef- ur ekki verið vandamál að fá þau til samstarfs. Almennt held ég að megi segja að skil fyrirtækja og almennings á spilliefnum séu nokkuð góð, sem segir okkur að fólk er ágætlega meðvitað um fyr- irkomulag á móttöku spilli- efna. Hins vegar mættu skilin vera betri á sumum spilliefn- um. Ég nefni í því sambandi rafhlöður. Margir hreinlega henda raf- hlöðunum í ruslið og finnst vera óþarfi að skila þeim til meðhöndlunar. Úr- vinnslusjóður leggur hins vegar mikla áherslu á að fólk skili öllum rafhlöðum til mót- tökuaðila. Sumar rafhlöður innihalda hættuleg efni, aðrar ekki. Það getur verið erfitt að greina þar á milli og því er lögð áhersla á að fólk skili öll- um rafhlöðum og láti fag- menn um flokkun þeirra,“ seg ir Gunnar Bragason, fram- kvæmdastjóri Efnamóttöku- nnar. Auk þess sem Efnamóttak- an og Sagaplast meðhöndla hættuleg efni er tekið á móti endurvinnsluefnum svo sem pappír, pappa, landbúnaðar- plasti, filmuplasti, hjólbörð- um, ísskápum og raftækjum. Einnig hafa fyrirtækin langa reynslu varðandi móttöku og endurvinnslu á nælonnetum. Viljum sjá betri skil á rafhlöðum Almennt telur Gunnar að vit- und almennings um umhverf- ismál og að skila spilliefnum til eyðingar, hafi aukist veru- lega á undanförnum árum, en mikilvægt sé að halda áfram vöku sinni og minna fólk stöðugt á. Gunnar segir að í samanburði við ná- grannalönd- in standi Ís- lendingar vel að mál- um varðandi skil og eyð- ingu spilli- efna. Núverandi kerfi hafi að grunni til verið tekið upp fyrir um tíu árum og reynst vel. Ágætlega hafi gengið að ná eyrum fólks og jákvæð viðhorfsbreyting fólks sé greinileg. „Fyrir utan að vilja viðhalda góðum skilum í mörgum úrgangsflokkum þá viljum við ná betri árangri í söfnun á rafhlöðum, ég hygg að það sé sá úrgangsflokkur sem skilar sér hvað verst. Við erum núna þátttakendur í sér- stöku átaki varðandi rafhlöðu- söfnun, sem ég bind vonir við að skili góðum árangri,“ segir Gunnar Bragason. Aukin vitund fólks um umhverfismál - að mati Gunnars Bragasonar, framkvæmdastjóra Efnamóttökunnar hf. U M H V E R F I S M Á L Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Efnamóttökunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.