Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 45
45
Átt þú rétt á styrk?
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Félagsmaður,
sem unnið hefur í a.m.k. 12 mánuði skv. kjarasamningi SA/LÍÚ við Sjómanna-
samband Íslands, hjá útgerðum innan LÍÚ, og greitt til aðildarfélags Sjómennt-
ar á þeim tíma á rétt á stuðningi til starfsnáms.
Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómanna-
samband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.
Ertu búinn að vera á sjónum
í eitt ár eða meira?
Langar þig að fara á
námskeið eða í
skóla?
SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA
Sjómennt • Fjöltækniskóla Ís lands • Háteigsvegi • 105 Reykjavík • Sími 522 3300 • Fax 522 3301
Nánari upplýsingar: www.sjomennt.is • sjomennt@sjomennt.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
13
5
7
0
flytja landsmönnum fréttir af
aflabrögðum bæði svæðis- og
veiðarfærabundnum. Hver
man ekki eftir upplýsingum
af afla síldarskipanna þegar
síldveiðarnar hófust aftur hér
við land upp úr 1950 sem
Ægir flutti landsmönnum
skýrt og skilmerkilega? Svo
vinsælar voru þessar fréttir á
meðal landsmanna að þær
voru lesnar í útvarpið einu
sinni í viku og ég dreg í efa
að þessara frétta hafi á þeim
tíma verið beðið með minni
eftirvæntingu en frétta af hin-
um ýmsu íþróttakappleikjum
dagsins í dag, svo víðtæk var
hlustunin og spenningurinn
eftir þessum fréttum.
Fiskifélagið stóð til margra
ára fyrir fræðslu í stýrimanna-
og vélstjórnarfræðum og á ár-
bilinu 1915-1966 luku 3.235
manns hinu minna mótorvél-
stjóraprófi Fiskifélagsins á 149
námskeiðum, sem haldin
voru vítt og breitt um landið.
Hinu meira námskeiði Fiski-
félagsins luku 326 manns á
31 námskeiði sem haldið var
eingöngu í Reykjavík. Í heild-
ina útskrifaði Fiskifélagið
3.651 manns með mótorvél-
stjórapróf á 180 námskeiðum
í 51 ár, eða 70 manns á ári.
Ægir greindi að sjálfsögðu
frá bæði námskeiðahaldinu
og námsefni einstakra nám-
skeiða á þeim árum sem
námskeiðin voru haldin.
Þannig hefur Ægir verið frá
upphafi fróðleiksbrunnur
bæði þeirra sem komið hafa
nálægt sjávarútvegi í einhverri
mynd svo og þeirra fjölmörgu
sem hafa í gegnum tíðina haft
áhuga á greininni og sett sig
inn í málefni hennar og að-
stæður. Þrátt fyrir þá stað-
reynd að blaðið sé ekki leng-
ur gefið út af Fiskifélaginu er
það enn trútt uppruna sínum
og markmiðum þar sem það
flytur okkur með hverju tölu-
blaði breiðan fróðleik af okk-
ar höfuðatvinnugrein, sjáv-
arútveginum, í sínum fjöl-
breyttu myndum. Umfjöllunin
um vélbúnað skipa hefur að
sönnu breyst frá því sem fyrst
var þegar fjallað var um
tækniundur þess tíma, 2-10
hö glóðarhausbátavélar, sem
þeirra tíma mótorvélstjórar
voru uppfræddir til að þjóna.
Í dag eru aðalvélar stærstu
fiskiskipanna allt að 8000 hö,
eða allt að 800 sinnum stærri
en var við upphaf vélvæðing-
arinnar. Til viðbótar má segja
að allt skipið sé eitt hátækni-
vætt vélarúm þar sem nánast
öll starfsemi sem fram fer um
borð er vélknúin og henni
stýrt með fjölbreyttum vél- og
rafbúnaði. Námsefnið sem
nægði til þess að útskrifa
mótorvélstjórana í upphafi
aldarinnar var kennt á um 2
mánuðum. Nú er skólaárið
um 10 mánuðir og það tekur
meðalnemanda um 5,5 ár að
ljúka vélstjórnarnáminu, eða
um 55 mánuði að viðbættum
2 ára smiðjutíma, þ.e. 79
mánuðir eða um 40 sinnum
lengri tíma en fyrstu mótor-
námskeiðin tóku.
Frá því að Ægir hóf göngu
sína hefur íslenskur sjávarút-
vegur og samfélag gengið í
gegnum ótrúlegar breytingar.
Þrátt fyrir þessar öru breyting-
ar hefur blaðinu tekist að
koma á framfæri stöðugum
fréttum og upplýsingum af
þessari þýðingarmestu grein
okkar atvinnulífs. Bestu þakk-
ir fyrir gott starf á liðnum ár-
um og til hamingju með tíma-
mótin.
Helgi Laxdal, formaður VM
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Þrátt fyrir þá staðreynd að blaðið sé ekki
lengur gefið út af Fiskifélaginu er það enn
trútt uppruna sínum og markmiðum þar sem
það flytur okkur með hverju tölublaði breiðan
fróðleik af okkar höfuðatvinnugrein, sjávarút-
veginum, í sínum fjölbreyttu myndum.