Ægir - 01.03.2007, Page 47
47
Jónas Jónsson, stýrimaður á Gullveri NS:
Mjög ánægður með trollið
„Við tókum T 90 trollið um borð hjá okkur fyrir nokkrum mán-
uðum og notumst nær eingöngu við það í dag. Almennt er ég
bara mjög ánægður með það. Þetta er í raun sama trollið og
við vorum með, en netinu var snúið og það haft þversum. Við
lentum í smá byrjunarörðugleikum, en við þeim var brugðist
með því að breikka „skverann“ og jafnframt var höfuðlínan
lengd um þrjá metra. Síðan hefur þetta gengið mjög vel og
vart þurft að líta á trollið. Möskvarnir opna sig betur og fyrir
vikið verður meira sjóflæði í gegnum trollið. Hvað aflann
áhrærir, þá er hann í það minnsta jafn mikill og með eldra
trolli, jafnvel meiri. Þetta er þó eitthvað sem erfitt er að
kveða upp úr um fyrr en eftir lengri notkun.“
Snorri Snorrason, skipstjóri á Klakki SK:
Góð reynsla
„Við erum búnir að hafa trollið hér um borð í rúman mánuð og
það hefur reynst afar vel. Við erum með tvö troll, en ég er
nær eingöngu farinn að nota T 90 trollið. Það er klárlega létt-
ara að draga þetta troll og fyrir vikið sýnist mér nokkuð ljóst
að olíueyðslan er minni. Það verður þó betra að meta þegar
veðrið verður orðið betra með hækkandi sól. Við erum að
stærstum hluta á þorskveiðum og ég tel að trollið sé til þess
fallið að sía frá smærri fiskinn og þannig losnum við við fisk
undir 50 cm. Það er til mikils að vinna. Að öllu samanlögðu
tel ég að þessi nýja útfærsla á trolli sé mjög vel heppnuð og í
mínum huga er þetta komið til að vera.“
Sverrir Gunnlaugsson, skipstjóri á Jóni Vídalín VE:
Það sem koma skal
„Ég hafði kynnt mér þetta T 90 troll og ákvað að við skyldum
taka það um borð. Við tókum trollið um borð hjá okkur í jan-
úar sl. og skemmst er frá því að segja að það hefur virkað
geysilega vel. Ég held að óhætt sé að segja að við séum í
skýjunum með þetta. Það er engin spurning að trollið er tölu-
vert léttara í drætti, enda er mótstaðan mun minni en í öðr-
um trollum sem ég hef prófað. Trollið er áberandi klárt í sjón-
um, það spennir sig vel út. Það sem meira er að það hefur
vart þurft að líta á trollið síðan við tókum það í notkun, ég
held að það hafi komið tvær minniháttar sprettur á það eftir
grjót, annað ekki. Í mínum huga er þetta hrein snilld hjá Her-
manni og tvímælalaust það sem koma skal.“
Sigtryggur Gíslason – Bóbó – skipstjóri á Björgvini EA:
Tilfinningin að trollið sé léttara í drætti
„Við höfum verið með T 90 trollið um borð síðan í september.
Fyrir jólin vorum við mest í þorski og trollið kom bara vel út í
þeim veiðum. Við höfum líka notað það í öðrum veiðum og
mín tilfinning er sú að það henti jafnvel betur í öðrum tegund-
um, t.d. ýsu og karfa. Olíumælirinn okkar hefur ekki verið í
lagi þannig að við höfum ekki getað mælt olíunotkunina, en
tilfinning mín er sú að þetta troll sé léttara í drætti og ol-
íueyðslan því minni við að draga þetta troll en hefðbundið
troll, sem þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem í því er
um 300 kg minna af neti. Mér sýnist að í stórum dráttum sé
þetta troll að gefa mjög svipað af fiski og eldri troll.“
V E I Ð A R F Æ R A G E R Ð