Ægir - 01.03.2007, Síða 54
54
„Sú tíð er liðin að menn geti
nýtt auðlindir náttúrunnar, án
þess að taka tillit til umhverf-
isins. Tillitslaus nýting ber
dauðann í sér, hvort sem slíkt
er ofnýting stofna eða um-
gengni sem eyðileggur um-
hverfið með mengun eða um-
turnun vistkerfa. Drifkraft-
urinn þarf ekki að vera sá að
umhverfissamtök krefjist ein-
hvers. Vitund fyrir bættri um-
gengni og skynsamlegri nýt-
ingu á að koma að innan. Það
gerist fyrst og fremst með því
að menn séu vel upplýstir um
ástand lífríkisins í hafinu og
þau áhrif sem menn hafa
þar,“ segir Guðrún Pétursdótt-
ir framkvæmdastjóri Stofn-
unar Sæmundar fróða.
Stofnun Sæmundar fróða
annast rannsóknir á sjálfbærri
þróun og þverfræðilegar
rannsóknir við Háskóla Ís-
lands. Áður var Guðrún Pét-
ursdóttir um árabil forstöðu-
maður Sjávarútvegsstofnunar
Háskóla Íslands, sem nú hef-
ur runnið inn í nýja stofnun.
Það er litlum vafa undiropið,
að mati Guðrúnar, að íslensk-
ur sjávarútvegur taki miklum
breytingum á komandi tíð.
Hún bendir á að alþjóðlega
séu gerðar auknar kröfur um
að sjávarútvegur sé sjálfbær
og afurðirnar rekjanlegar.
Þáttur í sjálfbærum sjávarút-
vegi sé svokölluð vistkerf-
análgun við stjórn fiskveiða.
Fjölstofnarannsóknir munu
styrkjast
„Vistkerfanálgun þýðir að
menn taka ekki bara tillit til
ástands einstakra tegunda eða
stofna, heldur horfa á vist-
kerfið í víðara samhengi.
Þetta kallar á svæðabundna
stjórn nýtingarinnar. Því er
ekkert vit í hnattrænni stjórn-
un fiskveiða. Enginn fiskiteg-
und hefur svo víðtæka út-
breiðslu og segja má að
hnattræni hugsunarhátturinn
samrýmist ekki svæðanálg-
uninni. Af þeim sökum geri
ég ráð fyrir að veiðistjórn
verði nákvæmari og stað-
bundnari - og svæðalokunum
verði beitt í ríkari mæli en nú
er. Fjölstofnarannsóknir munu
styrkjast og menn hugsa um
fleiri hlekki í lífkeðjunni, þeg-
ar aflamark á hverri tegund er
ákveðið. Áhrif veiðarfæra á
umhverfið verða í brennidepli
og ekki verður hjá því komist
að gera miklu ítarlegri rann-
sóknir á þeim. Botnvarpan er
þegar komin á sakabekkinn
og menn munu þurfa að geta
sannað að hún skaði ekki
mikilvæg búsvæði og upp-
vaxtarskilyrði ef notkun henn-
ar á ekki að leggjast af smám
saman,“ segir Guðrún.
Hún bendir á, að á fundi
CODI í mars sl. hafi verið
ákveðið að auka vistkerf-
análgun fiskveiðistjórnar
smám saman, það er eftir því
sem þekking á vistkerfunum
aukist og jafnframt að hún
yrði byggð á þeim stjórnkerf-
um sem þegar eru fyrir hendi.
Gera megi ráð fyrir að Íslend-
ingar lagi sínar aðferðir að
þessu áherslum í fyllingu tím-
ans.
Mikil þróun vegna
markaðarins
Alþjóðlegar pólitískar skuld-
bindingar - sem Íslendingar
gætu þurft að eiga aðild að –
geta hugsanlega breytt
áherslum í íslenskum sjáv-
arútvegi, að mati Guðrúnar
Pétursdóttur. Hún bendir á að
Íslendingar hafi þegar játast -
með glöðu geði - ýmsum al-
þjóðlegum skuldbindum, sem
hafi breytt skilyrðum sjávarút-
vegs mikið. Hafréttarsáttmáli
SÞ sé þar skýrasta dæmið.
Stóra spurningin sé hins veg-
ar sú hvort alþjóða skuldbind-
ingar eða síbreyttar kröfur
markaðarins séu meiri drif-
kraftur breytingar.
„Íslenskur sjávarútvegur hefur
þróast meira á undanförnum
árum vegna krafna markaðar-
ins en vegna alþjóðaskuld-
bindinga. Við höfum orðið að
temja okkur sveigjanleika og
ég hef engar áhyggjur af því
að við höldum ekki þeirri
hæfni. Í gegnum fjárfestingar
erlendis færist íslenskur sjáv-
arútvegur sífellt nær kaup-
endum afurðanna. Sú nálægð
gerir kröfur neytandans há-
værari og skýrari. Við þeim
hljótum við að bregðast,“ seg-
ir Guðrún Pétursdóttir.
Á hágæðamarkaði
Í dag eru ýmsir stofnar og
tegundir fisks og sjávarlífvera
það sem kalla má vannýttar
og þar liggja eflaust tækifæri,
fyrir íslensku fisksölufyrirtæk-
in að mati Guðrúnar og bend-
ir á að ekki þurfi að fara langt
aftur í Íslandssögunni til að
finna dæmi um breytt hug-
arfar gagnvart sjávarfangi.
„Þegar ég var stelpa var al-
gengt að humar og rækja
væru talin algert óæti. Meira í
ætt við pöddur en mat og
það þótti alveg dæmigert fyrir
útlendinga að leggja sér
svona lagað til munns. Að
undanförnu höfum við haslað
okkur völl á hágæðamarkaði
og segja má með sanni að
gerbreyting hafi orðið á
áherslum íslenskra fisksölu-
fyrirtækja,“ segir Guðrún sem
telur að bæði í sjávarútvegi
og landbúnaði eigi áherslur
Íslendinga að beinast að gæð-
um í stað magns. Hugtakið
aflakóngur sé horfið og því
leggi hún til að við búum
okkur undir að krýna afla-
verðmætakónginn.
Minni sneið af stærri köku
Í útvarpsviðtali fyrir nokkrum
árum sagði Guðrún eitthvað á
þá leið að sá tími væri liðinn
að togari í hverju þorpi væri
einskonar „sjálfsstæðisyfirlýs-
ing“ byggðarlaganna. Að-
spurð um hvort framvinda
mála í sjávarbyggðunum verði
á sama veg og gerst hefur á
undanförnum árum þá segist
hún telja að svo verði.
„Við sjáum þessa þróun með
berum augum og við henni
verður ekki spornað nema á
stöku stað. Markið er ekki að
viðhalda fiskvinnslu, heldur
atvinnu. Það liggja gífurleg
verðmæti í þessum byggðum,
þar eru ekki aðeins íbúð-
arhús, heldur innviðir og
F R A M T Í Ð Í S L E N S K S S J Á V A R Ú T V E G S
Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða:
Ekkert vit í hnattrænni
stjórnun fiskveiða
Guðrún Pétursdóttir: Enginn fiskitegund hefur svo víðtæka útbreiðslu og segja má
að hnattræni hugsunarhátturinn samrýmist ekki svæðanálguninni. Af þeim sökum
geri ég ráð fyrir að veiðistjórn verði nákvæmari og staðbundnari - og svæðalok-
unum verði beitt í ríkari mæli en nú er. Mynd: Óskar P. Friðriksson.