Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Síða 56

Ægir - 01.03.2007, Síða 56
56 Ekki þarf að hafa um það mörg orð að á undanförnum árum hefur orðið sprenging í útflutningi á ferskum fiski með flugi, bæði til Evrópu og Ameríku. Þessi mikla aukning hefur endurspeglast í miklum og hröðum vexti vöruflutninga- flugfélagsins Icelandair Cargo. Mikael Tal Grétarsson, sölustjóri útflutnings, segir að þessir flutningar verði þróaðir enn frekar og hann á von á því að félagið muni fjölga vélum og fljúga til nýrra áfanga- staða. Meira en níutíu af hundraði þess sem Icelandair Cargo flytur frá Íslandi er fisk- ur. Ætla má að heildarmagn svokallaðs flugfisks frá Íslandi sé á bilinu 23 til 25 þúsund tonn brúttó (með umbúðum) á ári. Um 30% af fiskinum sem Icelandair Cargo flýgur með frá Ísland fara vestur um haf til Bandaríkjanna, álíka magn fer til Bretlands og um 40 af hundraði á meginland Evr- ópu. Mikael segir að verulegur stígandi hafi verið í flugfisk- inum á undanförnum árum. Einkum hafi orðið sprenging árið 2004, en síðan hafi aftur hægt á árið 2005. Í fyrra tók útflutningurinn síðan aftur kipp og varð þegar upp var staðið meiri en metárið 2004. „Það varð töluverð aukning milli áranna 2005 og 2006 og það sem af er þessu ári höf- um við flutt út meira magn af fiski en í fyrra,“ segir Mikael. Til marks um aukninguna í flugi með ferskan fisk má nefna að fyrir rösklega tveim- ur árum var Icelandair Cargo með eina vél í rekstri, en í dag eru þær fimm. Þar af eru tvær til þrjár vélar að þjóna flutningum til og frá Íslandi, en einnig er félagið með vél- ar í verkefnum erlendis. Í því sambandi má nefna flutning á fiski frá Halifax í Kanada á Evrópumarkað. Fjölmörg flug til áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu Til Bandaríkjanna er Ice- landair Cargo með sjö fragt- flug í viku, þar af sex flug með fisk til New York. Fisk- flutningar til áfangastaða í Evrópu eru sem hér segir: Níu flug á viku til Liege í Belgíu, fjögur flug í viku til Brussel í Belgíu, sömuleiðis fjögur flug á Humberside svæðið í Englandi og einu sinni í viku er flogið á East Midland í Englandi Auk beinna ferða í fragt- flugi flytur Icelandair fisk í farþegavélum á áætlunarstaði sína. Áreiðanleiki er númer eitt, tvö og þrjú Lykilatriði í flutningi á flug- fiskinum er áreiðanleiki, að sögn Mikaels. „Hér er verið að flytja út fisk í áskrift, ef svo má segja, það er að segja að fiskurinn er ekki fluttur út og safnað saman í birgðir í vöruhúsum. Fiskurinn fer beint í verslanir og ef flutn- ingarnir af einhverjum sökum klikka er fiskurinn einfaldlega ekki til í verslunum. Það er því afar mikilvægt að standa vel að flutningamálunum og geta þannig tryggt að varan berist á tilsettum tíma til kaupenda.“ Erum að skoða nýja áfangastaði „Við erum alltaf að skoða nýja möguleika í þessum flutningum og það eru allar líkur á því að við bætum við okkur vélum áður en langt um líður. Ef horft er til baka er það nú svo að á þeim svæðum sem við höfum verið að fljúga til hefur myndast markaður fyrir ferskan fisk frá Íslandi. Við höfum því verið að skoða ný markaðssvæði, en engar ákvarðanir verið teknar. Ég á ekki von á að sama magnaukningin haldi áfram í útflutningi á ferskum fiski frá Íslandi. Trúlega verð- ur þó einhver aukning, en ég á þó ekki von á því að hún verði í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár. Við finnum að í auknum mæli kallar markaðurinn eftir línu- fiski, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Við fáum fjölda fyrirspurna um hvernig fisk- urinn er veiddur og mér virð- ist að línufiskurinn njóti vax- andi vinsælda. Umhverfismál- in skipta alltaf meira máli, ekki síst í Bretlandi, og við megum hreinlega ekki sofa á verðinum í þeim efnum,“ seg- ir Mikael. F I S K Ú T F L U T N I N G U R Íslenski fiskurinn flýgur út! Mikael Tal Grétarsson, sölustjóri útflutnings hjá Icelandair Cargo. Mynd: Sverrir Jónasson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.