Ægir - 01.03.2007, Síða 71
71
Trúlega er fyrirtækið Spennu-
breytar í Hafnarfirði það sér-
hæfðasta hér á landi í sölu og
þjónustu á spennibreytum og
skyldum búnaði. Fyrirtækið
stofnaði Jóhannes Brandsson
fyrir 46 árum og ennþá er
hann í brúnni. Honum við hlið
starfar Stefán Helgi Jóhann-
esson, sölumaður.
„Já, þetta er bara tveggja
manna fyrirtæki,“ sagði Stefán
Helgi, þegar Ægir innti hann
eftir hvaða þjónustu fyrirtæk-
ið byði upp á. „Spennubreyt-
ar er vissulega afar sérhæft
fyrirtæki, eins og nafnið gefur
til kynna. Upphaflega var það
framleiðslufyrirtæki og svo
var allar götur til ársins 1995.
Þegar mest var voru hér tíu
starfsmenn sem störfuðu við
framleiðslu á spennubreytum
og skyldum búnaði. En árið
1995 hófum við innflutning á
þýskum spennubreytum og
hann er að stærstum hluta
allsráðandi í okkar rekstri. Þó
framleiðum við sjálfir spennu-
breyta samkvæmt sérpönt-
unum,“ segir Stefán Helgi, en
auk sölu og framleiðslu á
spennubreytum er fyrirtækið
með viðgerðarþjónustu á
spennubreytum, einnig ann-
ast það viðgerðir á loftræsti-
blásurum, en fyrirtækið er
þjónustuaðili á Fishbach blás-
urum.
Auk spennubreyta hefur
fyrirtækið á boðstólum
spennu gjafa, áriðla, halogen-
spenna, hleðslutæki, plast-
bönd og fleira.
„Ég get ekki sagt að við
tengjust sjávarútveginum
beint, en hins vegar erum við
fyrst og fremst birgi fyrir þá
sem þjónusta sjávarútveginn.
Ég vil nefna að við erum stór-
ir í 220 volta áriðlum með
hleðslutæki fyrir smábátaflot-
ann og það er vaxandi eft-
irspurn eftir þeim,“ segir Stef-
án Helgi Jóhannesson.
Þ J Ó N U S T A
Sérhæfðir í spennubreytum
Stefán Helgi Jóhannesson og Jóhannes Brandsson, framkvæmdastjóri og eigandi
Spennubreyta. Myndir: Sverrir Jónasson.
Hér áður fyrr framleiddi fyrirtækið eig-
in spennubreyta, en í meira en áratug
hefur fyrirtækið það fyrst og fremst
selt þýska spennubreyta.
Hagkvæmt veiðarfæri
DNG vindan er háþróað veiðitæki sem
tryggir fiskimönnum mikil afköst með
litlum tilkostnaði. Færafiskur er talinn
besta hráefnið, sem sýnir sig á
fiskmörkuðum víðs vegar um heim. Út
frá þessum staðhæfingum segir sig sjálft
að færaveiðar er einhver hagkvæmasti
veiðiskapur sem völ er á!
Á traustum grunni
DNG handfæravindan hefur verið framleidd frá árinu 1985.
Óhætt er að fullyrða að yfir 95% af öllum vindum eru enn í
fullri notkun. Fyrirtækið DNG hf. framleiðir DNG-færavind-
una ásamt ýmsum dekk-búnaði til línu- og netaveiða.