Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 75

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 75
75 Rannsóknir í líftækni seldar til Noregs Líftæknifyrirtækið Prokaria, sem er dótturfyrirtæki Matís, hefur ennfremur unnið náið að eldisrannsóknum með erfðarannsóknum þar sem skoðuð eru tengsl erfða við vöxt og kynþroska fiska. Með slíkri aðferð er hægt að velja hvaða fjölskyldur henta best til eldis. Um er að ræða að- ferð sem ekki hefur nýtt ann- ars staðar og því spennandi tækifæri á þessu sviði. Nú þegar er farið að selja slíkar rannsóknir erlendis, svo sem til Noregs. Vonast er til þess að hægt verði að selja þessar rannsóknir víðar þegar fram líða stundir. Við ætlum okkur einnig að notfæra okkur þekkingu Prokaria, á sviði erfðatækni og erfðagreining- ar, fyrir matvælaiðnaðinn í heild sinni. Þar eru tækifæri á að tengja saman upplýsingar um samsetningu og innihald í matvælum við upplýsingar um neyslu matvæla. Kælitækni tryggir ferskleika fisksins Jafnhliða aukinni áherslu á fiskeldi hefur Matís unnið að umfangsmiklum rannsóknum á kælitækni fyrir útflutning á ferskum fiski. Vísindafólk okkar hefur unnið að því að kanna hvað hitastig afurðir þola í flutningi því ekki er ráðlagt að frysta fiskinn; þá tapar hann vatni og frumur springa í vöðvum. Áður fyrr var fiskurinn kældur niður í fjórar gráður en nú er farið að kæla niður í 0 gráður. Þannig tekst að lengja geymsluþol fisksins og halda honum ferskari þegar hann kemur á markað. Kælikerfi og vinnsluferlar skipta ekki aðeins máli fyrir útflutning á sjávarafurðum heldur útflutning á matvælum í heild sinni. Þá er einnig horft til þátta á borð við rekj- anleika matvæla en mikill ávinningur fylgir því að laga og bæta alla keðjuna. Nið- urstöður þessara rannsókna hafa meðal annars myndað drög að gagnagrunni um gæði fiskmetis eftir stað- og tímasetningu veiða. Sjávarút- vegsfyrirtæki hafa síðan að- gang að þessum gagnagrunni og geta hagað sínum veiðum á grunni þessara upplýsinga. Ljóst er að stofnun Matís felur í sér verulegar breyting- ar á þeirri starfsemi sem áður tilheyrði þeim stofnunum sem runnu inn í fyrirtækið. Gerðar eru meiri kröfur til okkar en áður og leggjum við því mikla áherslu á að bjóða samkeppn- ishæfar lausnir sem koma að notum fyrir fyrirtæki hér á landi sem erlendis. Í lokin langar mig fyrir hönd Matís að óska tímaritinu Ægi til hamingju með 100 ára afmælið. Blaðið hefur verið mikilvægur vettvangur um sjávarútvegsmál á Íslandi og þess er óskandi að svo verði um ókomna tíð. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís. Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R Matís er sameinað fyrirtæki Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, MATRA (Matvælarannsóknir Keldnaholti) og Rannsóknastofu Umhverfisstofn- unar. Þá á Matís líftæknifyrirtækið Prokaria. Tæplega 100 manns starfa hjá Matís; í Reykjavík, Akureyri, Höfn, Vestmannaeyjum, Neskaupsstað, Sauðárkróki og Ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.