Ægir - 01.03.2007, Side 82
82
Ég vil byrja á því að óska af-
mælisbarninu til hamingju
með daginn. Ægir heldur nú
upp á eitthundruðasta árgang-
inn, en eins og suma hendir
þegar aldur færist yfir, er hon-
um leynt.
Ægir kom fyrst út árið 1905
og því eru 102 ár frá því að
honum var hrint úr vör. Hvort
heldur er tekið til viðmiðunar,
er um afrek að ræða. Glæsi-
legur ferill í íslenskri tímarita-
útgáfu er staðreynd og það á
sviði þess atvinnuvegar sem
markað hefur dýpri spor í sögu
þjóðarinnar en nokkur annar.
Fjárvana landssamband fjár-
festi í innbundnum Ægi
Róður Ægis hófst stuttu eftir
að fyrsti mótorinn var settur í
íslenskan smábát og sama ár-
ið og fyrsti íslenski togarinn
var keyptur til landsins. Ægir
hefur því frá upphafi fylgt
byltingunni miklu innan sjáv-
arútvegsins - vélvæðingu fiski-
skipaflotans Nú, rúmri öld
síðar, er smábátaflotinn öfl-
ugri en nokkru sinni og mér
er ekki örgrannt um að halda
að sama megi segja um tíma-
ritið Ægi. Alltént er ég viss
um að hann hefur aldrei ver-
ið meira lesinn en nú um
stundir.
Í desember 1985 var
Landssamband smábátaeig-
enda (LS) stofnað. Það er
vægt til orða tekið að segja
að sambandið hafi verið fjár-
vana fyrstu árin, en ég minn-
ist þess með sérstakri ánægju
að þrátt fyrir það fjárfesti LS í
innbundnum Ægi frá fyrsta
eintaki og nokkra áratugi
fram í tímann. Þó enn vanti
tilfinnanlega í safnið svo það
sé fullkomið, hef ég alla tíð
litið svo á að þar hafi LS gert
góð kaup. Á þessum bernsku-
árum naut LS þeirrar náðar að
vera í nálægð við helstu for-
bókasala landsins sem öllum
var sameiginlegt að styðja
smábátaútgerðina. Þrátt fyrir
að bókasafn LS sé smátt í
sniðum eru gullmolar inn-
anum, þökk sé þessum bóka-
grúskurum.
Einstök saga
Frá fyrsta útgáfudegi hefur
Ægir gegnt ómetanlegu hlut-
verki sem heimildasafn um
aflabrögð og tækniþróun ís-
lensks sjávarútvegs. Mönnum
kann að finnast fátt um þurr-
pumpulegar talnatöflur úr for-
tíð um tonnatölur eða tækni-
mál um afl og krafta véla og
tæknibúnaðar. Þetta eru engu
að síður ómetanlegar heim-
ildir sem fræðimenn nútíðar
sem framtíðar geta nýtt sér til
rannsókna á þróun þessa
undirstöðuatvinnuvegar þjóð-
arinnar. Hvað þetta varðar tel
ég reyndar að saga Ægis sé
einstök, hvar sem er á byggðu
bóli.
Yfirbragð Ægis hefur
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda.
Ægir gegnir mikil-
vægu hlutverki