Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2007, Page 88

Ægir - 01.03.2007, Page 88
88 „Það hefur verið nóg að gera að undanförnu. Einkum hefur verið töluvert mikið að gera í dragnótinni og í togarahlut- anum höfum við verið töluvert í þessum svokölluðu níutíu gráðum, sem þýðir að netinu hefur verið snúið við. Í þessari útfærslu er um 30% minna af neti í belgnum og fyrir vikið er léttara að draga trollið, sem aftur þýðir töluvert minni ol- íueyðslu,“ segir Hörður Jóns- son, netagerðarmeistari og framkvæmdastjóri Veiðarfæra- þjónustunnar í Grindavík. Hörður segir að fyrsta troll- ið sem Veiðarfæraþjónustan setti upp á þennan hátt hafi verið fyrir Hrafn Sveinbjarn- arson GK og það sama hafi síðan verið gert fyrir troll Hrafns GK. Þá segir Hörður að tveir belgir hafi verið unn- ir samkvæmt þessari forskrift fyrir Guðmund í Nesi RE, skip Brims, sem fyrst og fremst stundar grálúðuveiðar. „Guð- mundur í Nesi tók einmitt hjá okkur um áramótin þrjú ný troll og settu tvo níutíu gráðu belgi í tvö þeirra,“ segir Hörð- ur. Þá hefur Veiðarfæraþjón- ustan verið að leggja tölu- verða áherslu á uppsetningu dragnótar og sömuleiðis snur- voðina. Sjö starfsmenn Frá því að Veiðarfæraþjónust- an var sett á stofn hefur drjúgur hluti af rekstri fyr- irtækisins byggst á verkefnum fyrir Þorbjörn Fiskanes í Grindavík, en Hörður segir að á síðustu misserum hafi fjölgað mjög verkefnum fyrir önnur fyrirtæki utan svæð- isins. Þannig hafi t.d. verið töluvert um verkefni fyrir Guðmund í Nesi og fleiri skip Brims. Sjö starfsmenn eru nú hjá Veiðarfæraþjónustunni. Hörð- ur segir að allir starfsmenn- irnir séu frá Grindavík og reyndar hafi fjórir alist upp, eins og hann kallar það, hjá Netagerð Jóns Holbergssonar, þegar hún var starfrækt í Grindavík. Ekki bylting – heldur þróun „Það er ekki hægt að segja að byltingarkenndar breytingar séu að eiga sér stað í neta- gerðinni, en hins vegar á sér þar stað ákveðin þróun. Gott dæmi um það eru þessar níu- tíu gráður í trollunum, sem mér virðist að séu að festast í sessi og æ fleiri útgerðir kjósa. Hér er um að ræða minna net, minni olíueyðslu, en þrátt fyrir það eykst um- málið í netinu um 10-15%. Lagið og straumflæðið í belgnum verður allt öðruvísi. Ég sé ekki annað en að þetta sé komið til að vera,“ segir Hörður, en þessi hugmynda- fræði kom fyrst upp í próf- unum í Danmörku, en síðan þróaði Hermann Guðmunds- son, netagerðarmeistari hjá Fjarðaneti, hugmyndina áfram og fleiri netagerðarfyrirtæki hafa tekið hana upp. N E T A G E R Ð Hörður Jónsson: „Það er ekki hægt að segja að byltingarkenndar breytingar séu að eiga sér stað í netagerðinni, en hins vegar á sér þar stað ákveðin þróun.“ Veiðarfæraþjónustan í Grindavík: Áberandi aukning í þvernetum Vaxandi spurn hefur verið eftir svokölluð níutíu gráðu netum eða þvernetum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.