Ægir - 01.03.2007, Síða 88
88
„Það hefur verið nóg að gera
að undanförnu. Einkum hefur
verið töluvert mikið að gera í
dragnótinni og í togarahlut-
anum höfum við verið töluvert
í þessum svokölluðu níutíu
gráðum, sem þýðir að netinu
hefur verið snúið við. Í þessari
útfærslu er um 30% minna af
neti í belgnum og fyrir vikið er
léttara að draga trollið, sem
aftur þýðir töluvert minni ol-
íueyðslu,“ segir Hörður Jóns-
son, netagerðarmeistari og
framkvæmdastjóri Veiðarfæra-
þjónustunnar í Grindavík.
Hörður segir að fyrsta troll-
ið sem Veiðarfæraþjónustan
setti upp á þennan hátt hafi
verið fyrir Hrafn Sveinbjarn-
arson GK og það sama hafi
síðan verið gert fyrir troll
Hrafns GK. Þá segir Hörður
að tveir belgir hafi verið unn-
ir samkvæmt þessari forskrift
fyrir Guðmund í Nesi RE, skip
Brims, sem fyrst og fremst
stundar grálúðuveiðar. „Guð-
mundur í Nesi tók einmitt hjá
okkur um áramótin þrjú ný
troll og settu tvo níutíu gráðu
belgi í tvö þeirra,“ segir Hörð-
ur.
Þá hefur Veiðarfæraþjón-
ustan verið að leggja tölu-
verða áherslu á uppsetningu
dragnótar og sömuleiðis snur-
voðina.
Sjö starfsmenn
Frá því að Veiðarfæraþjónust-
an var sett á stofn hefur
drjúgur hluti af rekstri fyr-
irtækisins byggst á verkefnum
fyrir Þorbjörn Fiskanes í
Grindavík, en Hörður segir
að á síðustu misserum hafi
fjölgað mjög verkefnum fyrir
önnur fyrirtæki utan svæð-
isins. Þannig hafi t.d. verið
töluvert um verkefni fyrir
Guðmund í Nesi og fleiri skip
Brims.
Sjö starfsmenn eru nú hjá
Veiðarfæraþjónustunni. Hörð-
ur segir að allir starfsmenn-
irnir séu frá Grindavík og
reyndar hafi fjórir alist upp,
eins og hann kallar það, hjá
Netagerð Jóns Holbergssonar,
þegar hún var starfrækt í
Grindavík.
Ekki bylting – heldur þróun
„Það er ekki hægt að segja að
byltingarkenndar breytingar
séu að eiga sér stað í neta-
gerðinni, en hins vegar á sér
þar stað ákveðin þróun. Gott
dæmi um það eru þessar níu-
tíu gráður í trollunum, sem
mér virðist að séu að festast í
sessi og æ fleiri útgerðir
kjósa. Hér er um að ræða
minna net, minni olíueyðslu,
en þrátt fyrir það eykst um-
málið í netinu um 10-15%.
Lagið og straumflæðið í
belgnum verður allt öðruvísi.
Ég sé ekki annað en að þetta
sé komið til að vera,“ segir
Hörður, en þessi hugmynda-
fræði kom fyrst upp í próf-
unum í Danmörku, en síðan
þróaði Hermann Guðmunds-
son, netagerðarmeistari hjá
Fjarðaneti, hugmyndina áfram
og fleiri netagerðarfyrirtæki
hafa tekið hana upp.
N E T A G E R Ð
Hörður Jónsson: „Það er ekki hægt að segja að byltingarkenndar breytingar séu að eiga sér stað í netagerðinni, en hins vegar á sér þar stað ákveðin þróun.“
Veiðarfæraþjónustan í Grindavík:
Áberandi aukning í þvernetum
Vaxandi spurn hefur verið eftir svokölluð níutíu gráðu netum eða þvernetum.