Ægir - 01.03.2007, Side 98
98
Frá árinu 1999 hefur Danfoss
hf. selt vörur frá danska iðn-
framleiðandanum Danfoss, en
áður hafði Héðinn verið með
umboð fyrir Danfoss hér á
landi í tæpa hálfa öld. Hjá
Danfoss hf. starfa fimmtán
manns og hefur vöxtur fyr-
irtækisins verið mikill á um-
liðnum árum. Undanfarin tvö
ár hefur veltuaukningin numið
um fjörutíu af hundraði.
Danfoss-vörur á Íslandi
í tæpa hálfa öld
Árið 1951 hóf Héðinn að
flytja inn vörur frá Danfoss og
varð umboðsaðili Danfoss á
Íslandi, auk þess að selja
vörur frá fjölmörgum öðrum
birgjum. Danfoss-vörurnar
færðust inn í Héðin-verslun,
þegar Héðni var skipt upp í
þrjú svið árið 1994. Danfoss
keypti síðan Héðin-verslun
árið 1999 og setti á fót Dan-
foss á Íslandi. Með í kaup-
unum fylgdu ýmis þau um-
boð sem Héðinn hafði og
enn þann dag í dag selur
Danfoss hf. einnig vörur frá
öðrum birgjum en Danfoss.
Raunar er það svo að Danfoss
á Íslandi nýtur nokkurrar sér-
stöðu innan Danfoss-sam-
stæðunnar hvað það varðar
að fyrirtækið selur vörur frá
mun fleiri birgjum en móð-
urfélaginu, að sögn Sigurðar
Geirssonar, framkvæmdastjóra
Danfoss hf.
Fjölbreytt úrval af dælubúnaði
Fyrir sjávarútveginn hefur
Danfoss lengi haft á boðstól-
um mjög fjölbreytt úrval af
dælum. Að sögn Haraldar Sig-
urðssonar er fyrirtækið með
mikið úrval af dælubúnaði
sem nýtist mjög vel fyrir fisk-
vinnslufyrirtæki, fiskimjöls-
bræðslur og skip stór sem
smá. Þessar dælur koma frá
ýmsum framleiðendum og má
þar t.d. nefna ITT Flygt, ITT
Lowara, MONO PUMPS,
Desmi ROTAN, ITT Vogel,
Iron Pump, og ITT Goulds
Pumps, svo dæmi séu tekin.
Búnaðurinn er afar mismun-
andi eftir notkunargildi hans.
„Við höfum hér á boðstólum
mjög breitt úrval af dælubún-
aði, dælurnar eru af öllum
stærðum og gerðum, allt eftir
því hvar og í hvað á að nota
þær. Ég held að sé óhætt að
segja að við getum orðið við
flestum ef ekki öllum óskum
í þessum efnum,“ sagði Har-
aldur.
Vökvabúnaður frá
Sauer-Danfoss
Danfoss hf. er stór í sölu á
vökvabúnaði og tengdum
vörum frá Sauer-Danfoss.
Hrafn Melsteð segir greini-
legan vöxt í þessum efnum í
smábátageiranum, bæði hvað
varðar búnaðinn sjálfan og
stjórnloka til þess að stjórna
vökvabúnaðinum. Hrafn segir
þennan búnað vel þekktan í
farartækjum og vinnuvélum
hvers konar, þau eru helsti
markhópurinn, en síðan hefur
framleiðandinn þróað bún-
aðinn áfram fyrir t.d. báta og
skip.
Af öðrum vörum sem Hrafn
nefnir sérstaklega fyrir sjáv-
arútveginn eru rafsuðuvörur
frá Esab, sem hann segir hafa
gefist mjög vel.
Þ J Ó N U S T A
Danfoss-vörur og miklu
meira en það hjá Danfoss hf.
Tveir af starfsmönnum Danfoss hf. fyrir framan húsnæði fyrirtækisins að Skútuvogi 6 í Reykjavík. Haraldur Sigurðsson (t.v.) og Hrafn Melsteð. Mynd: Sverrir Jónasson.