Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 98

Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 98
98 Frá árinu 1999 hefur Danfoss hf. selt vörur frá danska iðn- framleiðandanum Danfoss, en áður hafði Héðinn verið með umboð fyrir Danfoss hér á landi í tæpa hálfa öld. Hjá Danfoss hf. starfa fimmtán manns og hefur vöxtur fyr- irtækisins verið mikill á um- liðnum árum. Undanfarin tvö ár hefur veltuaukningin numið um fjörutíu af hundraði. Danfoss-vörur á Íslandi í tæpa hálfa öld Árið 1951 hóf Héðinn að flytja inn vörur frá Danfoss og varð umboðsaðili Danfoss á Íslandi, auk þess að selja vörur frá fjölmörgum öðrum birgjum. Danfoss-vörurnar færðust inn í Héðin-verslun, þegar Héðni var skipt upp í þrjú svið árið 1994. Danfoss keypti síðan Héðin-verslun árið 1999 og setti á fót Dan- foss á Íslandi. Með í kaup- unum fylgdu ýmis þau um- boð sem Héðinn hafði og enn þann dag í dag selur Danfoss hf. einnig vörur frá öðrum birgjum en Danfoss. Raunar er það svo að Danfoss á Íslandi nýtur nokkurrar sér- stöðu innan Danfoss-sam- stæðunnar hvað það varðar að fyrirtækið selur vörur frá mun fleiri birgjum en móð- urfélaginu, að sögn Sigurðar Geirssonar, framkvæmdastjóra Danfoss hf. Fjölbreytt úrval af dælubúnaði Fyrir sjávarútveginn hefur Danfoss lengi haft á boðstól- um mjög fjölbreytt úrval af dælum. Að sögn Haraldar Sig- urðssonar er fyrirtækið með mikið úrval af dælubúnaði sem nýtist mjög vel fyrir fisk- vinnslufyrirtæki, fiskimjöls- bræðslur og skip stór sem smá. Þessar dælur koma frá ýmsum framleiðendum og má þar t.d. nefna ITT Flygt, ITT Lowara, MONO PUMPS, Desmi ROTAN, ITT Vogel, Iron Pump, og ITT Goulds Pumps, svo dæmi séu tekin. Búnaðurinn er afar mismun- andi eftir notkunargildi hans. „Við höfum hér á boðstólum mjög breitt úrval af dælubún- aði, dælurnar eru af öllum stærðum og gerðum, allt eftir því hvar og í hvað á að nota þær. Ég held að sé óhætt að segja að við getum orðið við flestum ef ekki öllum óskum í þessum efnum,“ sagði Har- aldur. Vökvabúnaður frá Sauer-Danfoss Danfoss hf. er stór í sölu á vökvabúnaði og tengdum vörum frá Sauer-Danfoss. Hrafn Melsteð segir greini- legan vöxt í þessum efnum í smábátageiranum, bæði hvað varðar búnaðinn sjálfan og stjórnloka til þess að stjórna vökvabúnaðinum. Hrafn segir þennan búnað vel þekktan í farartækjum og vinnuvélum hvers konar, þau eru helsti markhópurinn, en síðan hefur framleiðandinn þróað bún- aðinn áfram fyrir t.d. báta og skip. Af öðrum vörum sem Hrafn nefnir sérstaklega fyrir sjáv- arútveginn eru rafsuðuvörur frá Esab, sem hann segir hafa gefist mjög vel. Þ J Ó N U S T A Danfoss-vörur og miklu meira en það hjá Danfoss hf. Tveir af starfsmönnum Danfoss hf. fyrir framan húsnæði fyrirtækisins að Skútuvogi 6 í Reykjavík. Haraldur Sigurðsson (t.v.) og Hrafn Melsteð. Mynd: Sverrir Jónasson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.