Ægir - 01.03.2007, Page 104
104
Fyrir um tveimur árum voru
fjórir starfsmenn hjá fyrirtæk-
inu Marási í Kópavogi, en þeg-
ar líður á þetta ár stefnir í að
þeir verði orðnir fimmtán tals-
ins. Skýringin á þessum mikla
vexti Maráss er fyrst og fremst
sú að undir hatt Maráss eru
nú komin fleiri þjónustufyr-
irtæki í sjávarútvegi og orðar
Guðmundur Bragason, sem á
Marás ásamt Steinþóri Ólafs-
syni, það svo að nú sé hringn-
um lokað og Marás geti staðið
undir því að bjóða allt um
borð í skipum og bátum frá
kili og upp í masturstopp. Ma-
rás er sem sagt sérhæft fyr-
irtæki í þjónustu við sjávarút-
veginn og er eingöngu að
starfa fyrir þá atvinnugrein.
Samruni fyrirtækja
Marás varð til þegar Guð-
mundur og Steinþór keyptu
sjávarútvegsdeild Merkúr. Í
þeim kaupum fylgdu umboð
fyrir vélbúnað frá þekktum
birgjum og skal þar fyrst
nefna japanska vélaframleið-
andann Yanmar, einnig
stjórntæki frá ZF Electronics,
bátavélar frá John Deere og
Kohler rafstöðvar, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Árið 2005 keypti Marás
Skipa- og vélaeftirlitið og jafn-
framt hófu fyrrum eigendur
þess störf hjá Marási. Skipa-
og vélaeftirlitið hafði áður
með höndum m.a. sölu á
ýmsum vélavarahlutum og
annaðist m.a. þjónustu og
viðhald á rækjuflokkunarvél-
um og Cyclop bindivélum.
Sömuleiðis keypti Marás
fyrirtækið Mergi, sem m.a.
hafði á boðstólum bætiefni
fyrir olíur og fleira fyrir sjáv-
arútveginn.
Um síðustu áramót keypti
Marás síðan Friðrik A. Jóns-
son ehf., sem fyrst og fremst
er þekktur fyrir Simrad fiski-
leitartækin. Guðmundur segir
stefnt að því að Friðrik A.
Jónsson verði rekið sem sjálf-
stætt fyrirtæki, en að klárlega
verði mikil samlegðaráhrif af
þvi að reka þessi fyrirtæki á
sama stað og af sömu eigend-
um. Friðrik A. Jónsson hefur
nýverið flutt starfsemi sína í
Akralind í Kópavogi og því
eru bæði fyrirtækin nú komin
á sama stað.
Yanmar vélarnar í
Póllandsskipunum
Guðmundur segir að í mörg
horn hafi verið að líta að
undanförnu. Íslenskir útgerð-
armenn hafi sýnt Yanmar vél-
unum mikinn áhuga og til
marks um það sé slík vél um
borð í nýjasta skipi flotans –
Vestmannaey VE. Sú vél er
öflug, Yanmar 6 cyl 514 kw –
1300 hö. Guðmundur segir
þessa vél afar hagkvæma –
með lágan rekstrarkostnað og
litla eyðslu. Samskonar vél fer
um borð í þrjú sambærileg
skip sem verið er að smíða í
Póllandi – tvö þeirra eru fyrir
Berg-Hugin og Dala Rafn í
Vestmannaeyjum og eitt er
fyrir Gjögur hf.
Um borð í Vestmannaey
VE er fjölþættur annar bún-
aður frá Marási – ásrafall, gír-
og skrúfubúnaður, viðvör-
unarkerfi, dekkkrani og kæl-
ar.
Miklar breytingar í sjávarút-
veginum
„Ég hef starfað lengi í þjón-
ustu við sjávarútveginn og al-
mennt má segja að miklar
breytingar hafi átt sér stað í
þessum geira. Sjávarútvegs-
fyrirtækjunum hefur verið að
fækka og jafnframt hefur
þjónustufyrirtækjunum við
sjávarútveginn fækkað, en
þau hafa jafnframt stækkað.
Við leggjum mikla áherslu á
þjónustuna við okkar við-
skiptavini og þjónustumenn
frá okkur fara víða – jafnt hér
á landi sem erlendis. Ég get
nefnt að tveir menn frá okkur
eru nú niður á Kanaríeyjum
og við höfum sent menn til
Singapúr, Kanada og víðar.
Þetta er mikilvægur þáttur í
því að veita góða þjónustu og
bregðast skjótt við ef á þarf
að halda,“ segir Guðmundur
Bragason.
Þ J Ó N U S T A
Mikill vöxtur og uppbygging hjá Marási
í Kópavogi:
Allt frá kili
og upp í
masturstopp!
Sex starfsmenn Maráss fyrir utan húsnæði fyrirtækisins í Kópavogi. Frá vinstri: Auður Gróa Kristjánsdóttir, Guðmundur Braga-
son, Sigurður Ívar Leifsson, Jón Gunnar Valgarðsson, Kjartan St. Egilson og Jóhannes Karlsson. Mynd: Sverrir Jónasson.
Um borð í Vestmannaey, nýjasta togskipi flotans, er Yanmar vél, sem Marás hefur
umboð fyrir hér á landi. Mynd: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum.