Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2007, Page 104

Ægir - 01.03.2007, Page 104
104 Fyrir um tveimur árum voru fjórir starfsmenn hjá fyrirtæk- inu Marási í Kópavogi, en þeg- ar líður á þetta ár stefnir í að þeir verði orðnir fimmtán tals- ins. Skýringin á þessum mikla vexti Maráss er fyrst og fremst sú að undir hatt Maráss eru nú komin fleiri þjónustufyr- irtæki í sjávarútvegi og orðar Guðmundur Bragason, sem á Marás ásamt Steinþóri Ólafs- syni, það svo að nú sé hringn- um lokað og Marás geti staðið undir því að bjóða allt um borð í skipum og bátum frá kili og upp í masturstopp. Ma- rás er sem sagt sérhæft fyr- irtæki í þjónustu við sjávarút- veginn og er eingöngu að starfa fyrir þá atvinnugrein. Samruni fyrirtækja Marás varð til þegar Guð- mundur og Steinþór keyptu sjávarútvegsdeild Merkúr. Í þeim kaupum fylgdu umboð fyrir vélbúnað frá þekktum birgjum og skal þar fyrst nefna japanska vélaframleið- andann Yanmar, einnig stjórntæki frá ZF Electronics, bátavélar frá John Deere og Kohler rafstöðvar, svo eitt- hvað sé nefnt. Árið 2005 keypti Marás Skipa- og vélaeftirlitið og jafn- framt hófu fyrrum eigendur þess störf hjá Marási. Skipa- og vélaeftirlitið hafði áður með höndum m.a. sölu á ýmsum vélavarahlutum og annaðist m.a. þjónustu og viðhald á rækjuflokkunarvél- um og Cyclop bindivélum. Sömuleiðis keypti Marás fyrirtækið Mergi, sem m.a. hafði á boðstólum bætiefni fyrir olíur og fleira fyrir sjáv- arútveginn. Um síðustu áramót keypti Marás síðan Friðrik A. Jóns- son ehf., sem fyrst og fremst er þekktur fyrir Simrad fiski- leitartækin. Guðmundur segir stefnt að því að Friðrik A. Jónsson verði rekið sem sjálf- stætt fyrirtæki, en að klárlega verði mikil samlegðaráhrif af þvi að reka þessi fyrirtæki á sama stað og af sömu eigend- um. Friðrik A. Jónsson hefur nýverið flutt starfsemi sína í Akralind í Kópavogi og því eru bæði fyrirtækin nú komin á sama stað. Yanmar vélarnar í Póllandsskipunum Guðmundur segir að í mörg horn hafi verið að líta að undanförnu. Íslenskir útgerð- armenn hafi sýnt Yanmar vél- unum mikinn áhuga og til marks um það sé slík vél um borð í nýjasta skipi flotans – Vestmannaey VE. Sú vél er öflug, Yanmar 6 cyl 514 kw – 1300 hö. Guðmundur segir þessa vél afar hagkvæma – með lágan rekstrarkostnað og litla eyðslu. Samskonar vél fer um borð í þrjú sambærileg skip sem verið er að smíða í Póllandi – tvö þeirra eru fyrir Berg-Hugin og Dala Rafn í Vestmannaeyjum og eitt er fyrir Gjögur hf. Um borð í Vestmannaey VE er fjölþættur annar bún- aður frá Marási – ásrafall, gír- og skrúfubúnaður, viðvör- unarkerfi, dekkkrani og kæl- ar. Miklar breytingar í sjávarút- veginum „Ég hef starfað lengi í þjón- ustu við sjávarútveginn og al- mennt má segja að miklar breytingar hafi átt sér stað í þessum geira. Sjávarútvegs- fyrirtækjunum hefur verið að fækka og jafnframt hefur þjónustufyrirtækjunum við sjávarútveginn fækkað, en þau hafa jafnframt stækkað. Við leggjum mikla áherslu á þjónustuna við okkar við- skiptavini og þjónustumenn frá okkur fara víða – jafnt hér á landi sem erlendis. Ég get nefnt að tveir menn frá okkur eru nú niður á Kanaríeyjum og við höfum sent menn til Singapúr, Kanada og víðar. Þetta er mikilvægur þáttur í því að veita góða þjónustu og bregðast skjótt við ef á þarf að halda,“ segir Guðmundur Bragason. Þ J Ó N U S T A Mikill vöxtur og uppbygging hjá Marási í Kópavogi: Allt frá kili og upp í masturstopp! Sex starfsmenn Maráss fyrir utan húsnæði fyrirtækisins í Kópavogi. Frá vinstri: Auður Gróa Kristjánsdóttir, Guðmundur Braga- son, Sigurður Ívar Leifsson, Jón Gunnar Valgarðsson, Kjartan St. Egilson og Jóhannes Karlsson. Mynd: Sverrir Jónasson. Um borð í Vestmannaey, nýjasta togskipi flotans, er Yanmar vél, sem Marás hefur umboð fyrir hér á landi. Mynd: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.