Ægir - 01.03.2007, Síða 109
109
MPS-G5 - Ný hugbúnaðarlína
Sem fyrr segir hafa flæðilín-
urnar frá Marel fyrir löngu
sannað sig, bæði hér á landi
og erlendis. Segja má að
flæðilínurnar sem Marel er nú
að framleiða og markaðssetja
séu fimmta kynslóð flæðilína
frá fyrirtækinu. „Við erum í
það minnsta í fimmtu kynslóð
í hugbúnaði, sem við köllum
MPS G5. Þessa lausn er byrj-
að að nota – t.d. hjá Skinney-
Þinganesi á Höfn í Hornafirði
og Vísi á Djúpavogi,“ segir
Guðjón.
Horft fram á veginn
Til að bæta þjónustu Marel á
Íslandi, hefur verið ákveðið
að aðskilja innlenda hugbún-
aðarþjónustu Marel frá þjón-
ustu við viðskiptavini erlend-
is.
Sigvaldi Böðvarsson, tölv-
unarfræðingur, sem starfað
hefur hjá Marel frá 1999,
kemur til með að sinna ein-
vörðungu viðskiptavinum á
Íslandi og til viðbótar hefur
Ari Baldursson verið ráðinn
til að sinna hugbúnaðarþjón-
ustu á Norður- og Aust-
urlandi. Ari er kerfisfræðingur
og rafeindavirki að mennt og
er búsettur á Dalvík.
„Marel getur einnig boðið
viðskiptavinum sínum upp á
viðhaldssamninga, þar sem
tæknimenn frá okkur sinna
reglubundnu viðhaldi á Marel
búnaði hjá viðskiptavinum
okkar,“ segir Guðjón.
Guðjón segir að í sínum
huga sé mikill kraftur í ís-
lenskum sjávarútvegi um
þessar mundir. Nokkur fyr-
irtæki, bæði stór og smá, séu
komin af stað eða séu í start-
holunum með að byggja nýj-
ar fiskvinnslur frá grunni, þar
sem nýjustu tæknilausnum
verði beitt. „Ástæðan fyrir því
að stjórnendur hérlendra sjáv-
arútvegsfyrirtækja vilja tækni-
væða fyrirtækin er m.a. sú að
það verður sífellt erfiðara að
fá fólk til starfa í fiskvinnslu
og tæknivæðing bætir sömu-
leiðis nýtingu hráefnisins,“
segir Guðjón Stefánsson.
T Æ K N I
Óskar Óskarsson (t.v.) og Guðjón Stefánsson, svæðissölustjórar Marel á Íslandi.