Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2007, Side 111

Ægir - 01.03.2007, Side 111
111 Í meira en þrjátíu ár hefur fyr- irtækið Raför ehf. þjónustað sjófarendur hér við land á ýms- an hátt. Fyritækið var stofnað 1972 og hét þá Rafeindaþjón- ustan ehf., eigandi þess þá var Jón Már Ricardsson og er hann einn af eigendum fyrirtækisins enn í dag. Í upphafi var að- aláherslan á sölu og þjónustu á fiskileitar- og siglingatækj- um. Í dag hefur fyrirtækið meðal annars sérhæft sig í sölu og þjónustu á sigling- arbúnaði svo sem sjókortum, handbókum og öllu því sem skylda er að hafa um borð í skipum nú til dags. Eina fyrirtækið á sínu sviði hér á landi Raför er eina fyrirtækið á sínu sviði hér á landi. Auk íslenskra sjókorta hefur Raför t.d. um- boð fyrir bresku sjómæling- arnar og einnig er fyrirtækið með á boðstólum dönsk, norsk, þýsk og bandarísk sjó- kort, svo dæmi séu tekin. Einnig er Raför með stafræn sjókort frá bresku sjómæling- unum, en það eru einhver fullkomnustu stafrænu kort sem völ er á, í hverri viku er gefin út leiðréttingadiskur fyrir öll stafræn kort og því er hægt að uppfæra öll kort vikulega. Í sjókortunum er þjónustan hvað mest varðandi kaupskip- in og þá má nefna að tölu- verður vöxtur hefur verið í siglingum skúta til landsins, sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Skúturnar koma yfirleitt frá meginlandi Evrópu til Ís- lands með viðkomu í Færeyj- um og fara síðan gjarnan áfram til Grænlands og þaðan aftur áleiðis til Evrópu. Þessir skútusjómenn fá kort frá Raför vegna siglinga í íslenskri land- helgi og viðkomu í íslenskum höfnum. Þjónusta við kaupskiptaflotann Varðandi kaupskipaflotann nefnir Richard Már Jónsson hjá Raför að stærri fyrirtæki á þessu sviði hafi fastan samn- ing við fyrirtækið, sem felur það m.a. í sér að í hvert skipti sem skip koma í höfn hér fer fulltrúi frá Raför um borð og sækir „kortapakkann“ og færir leiðréttingar inn í hann. Slíkar leiðréttingar þarf að færa viku- lega inn á kortin og það gera t.d. bresku sjómælingarnar í öllum sínum kortum. Raför þjónustar einnig t.d. skemmti- ferðaskipin sem hingað koma varðandi sjókort. Starfsmenn hjá Raför á þessu sviði eru Ari E. Jónsson og Magnús Ólafs- son. Einnig sér Raför um skoð- un og eftirlit á ýmsum búnaði svo sem seguláttavitum, neyð- arsendum ýmiskonar, auk þess sér Raför um að skoða radíóbúnað skipa þar á meðal GMDSS búnað og gefur út vottun fyrir Lloyd’s og önnur flokkunarfélög. Á heimasíðu fyrirtækisins, www.rafor.is, er að finna frekari upplýsingar. Þ J Ó N U S T A Fyrirtækið Raför í Reykjavík: Í þjónustu við sjófarendur í meira en þrjátíu ár Þremenningar hjá Raför. Frá vinstri: Jón Már Richardsson, Richard Már Jónsson og Ari E. Jónsson. Jón Már og Richard Már eru feðgar og eigendur fyrirtækisins. Ari hefur yfirumsjón með sjókortunum hjá Raför. Mynd: Sverrir Jónasson. SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstistöðvar - fyrir einn notanda eða fjölnota HD 9/16-4 ST / HD 13/124 ST ■ Vinnuþrýstingur: 30-160 / 30-120 bör ■ Vatnsmagn: 550-900 / 600-1300 ltr/klst ■ Heitt og kalt vatn ■ Sjálfinndraganlegt ■ Ryðfrítt Slönguhjól
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.