Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 111
111
Í meira en þrjátíu ár hefur fyr-
irtækið Raför ehf. þjónustað
sjófarendur hér við land á ýms-
an hátt. Fyritækið var stofnað
1972 og hét þá Rafeindaþjón-
ustan ehf., eigandi þess þá var
Jón Már Ricardsson og er hann
einn af eigendum fyrirtækisins
enn í dag. Í upphafi var að-
aláherslan á sölu og þjónustu
á fiskileitar- og siglingatækj-
um. Í dag hefur fyrirtækið
meðal annars sérhæft sig í
sölu og þjónustu á sigling-
arbúnaði svo sem sjókortum,
handbókum og öllu því sem
skylda er að hafa um borð í
skipum nú til dags.
Eina fyrirtækið á sínu sviði hér
á landi
Raför er eina fyrirtækið á sínu
sviði hér á landi. Auk íslenskra
sjókorta hefur Raför t.d. um-
boð fyrir bresku sjómæling-
arnar og einnig er fyrirtækið
með á boðstólum dönsk,
norsk, þýsk og bandarísk sjó-
kort, svo dæmi séu tekin.
Einnig er Raför með stafræn
sjókort frá bresku sjómæling-
unum, en það eru einhver
fullkomnustu stafrænu kort
sem völ er á, í hverri viku er
gefin út leiðréttingadiskur fyrir
öll stafræn kort og því er hægt
að uppfæra öll kort vikulega.
Í sjókortunum er þjónustan
hvað mest varðandi kaupskip-
in og þá má nefna að tölu-
verður vöxtur hefur verið í
siglingum skúta til landsins,
sem þurfa á slíkri þjónustu að
halda. Skúturnar koma yfirleitt
frá meginlandi Evrópu til Ís-
lands með viðkomu í Færeyj-
um og fara síðan gjarnan
áfram til Grænlands og þaðan
aftur áleiðis til Evrópu. Þessir
skútusjómenn fá kort frá Raför
vegna siglinga í íslenskri land-
helgi og viðkomu í íslenskum
höfnum.
Þjónusta við
kaupskiptaflotann
Varðandi kaupskipaflotann
nefnir Richard Már Jónsson
hjá Raför að stærri fyrirtæki á
þessu sviði hafi fastan samn-
ing við fyrirtækið, sem felur
það m.a. í sér að í hvert skipti
sem skip koma í höfn hér fer
fulltrúi frá Raför um borð og
sækir „kortapakkann“ og færir
leiðréttingar inn í hann. Slíkar
leiðréttingar þarf að færa viku-
lega inn á kortin og það gera
t.d. bresku sjómælingarnar í
öllum sínum kortum. Raför
þjónustar einnig t.d. skemmti-
ferðaskipin sem hingað koma
varðandi sjókort. Starfsmenn
hjá Raför á þessu sviði eru Ari
E. Jónsson og Magnús Ólafs-
son.
Einnig sér Raför um skoð-
un og eftirlit á ýmsum búnaði
svo sem seguláttavitum, neyð-
arsendum ýmiskonar, auk
þess sér Raför um að skoða
radíóbúnað skipa þar á meðal
GMDSS búnað og gefur út
vottun fyrir Lloyd’s og önnur
flokkunarfélög. Á heimasíðu
fyrirtækisins, www.rafor.is, er
að finna frekari upplýsingar.
Þ J Ó N U S T A
Fyrirtækið Raför í Reykjavík:
Í þjónustu við sjófarendur
í meira en þrjátíu ár
Þremenningar hjá Raför. Frá vinstri: Jón Már Richardsson, Richard Már Jónsson og Ari E. Jónsson. Jón Már og Richard Már eru feðgar og eigendur fyrirtækisins. Ari hefur
yfirumsjón með sjókortunum hjá Raför. Mynd: Sverrir Jónasson.
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Háþrýstistöðvar
- fyrir einn notanda eða fjölnota
HD 9/16-4 ST / HD 13/124 ST
■ Vinnuþrýstingur:
30-160 / 30-120 bör
■ Vatnsmagn: 550-900 /
600-1300 ltr/klst
■ Heitt og kalt vatn
■ Sjálfinndraganlegt
■ Ryðfrítt
Slönguhjól