Ægir - 01.03.2007, Síða 112
112
F R É T T I R
Eftir tveggja ára þróunarvinnu
og 140 milljóna króna fjár-
festingu setur Marport á
markað nýja miðeiningu fyrir
nema sem nefnist A1 (allt í
einum) . Þessi eining leysir af
hólmi 22 mismunandi PC-borð
sem voru gjarnan hönnuð fyrir
eina tiltekna aðgerð. Í fram-
tíðinni verður því einungis ein
miðeining sem þjónar öllum
nemum.
Óskar Axelsson, fram-
kvæmdastjóri Marports, segir
að meðal nýjunga megi nefna
að einn nemi verði fær um
allt að sjö aðgerðir í stað
tveggja að hámarki áður.
Nemana sé unnt að forrita
með þráðlausu Bluethoot
sambandi þegar þeir séu á
dekki. Einnig sé í nemanum
SD minniseining, sem geti
tekið upp allt að 4 GB af
gögnum með mun meiri upp-
lausn heldur en hægt er með
þráðlausri sendingu upp í
skip.
Á þessu ári mun Marport
setja á markað um það bil 40
ný vörunúmer sem byggast á
A1 tækninni. Þetta er gerlegt
með því að við hönnun A1
var notuð ný tækni sem nefn-
ist SDR (Software Difined Ra-
dio). Þar sem áður þurfti að
skipta um einstaka íhluti er
nú hægt að breyta virkni með
því að skipta um hugbúnað.
Einnig má nefna að hita- og
dýpismæling verður með allt
annarri nákvæmni heldur en
þekkst hefur áður utan vís-
indageirans.
Gagnasöfnun var
grunnhugsunin
„Grunnhugsunin sem höfð
var að leiðarljósi við hönnun
A1 var gagnasöfnun,” segir
Óskar. „Það er skoðun okkar
að gagnasöfnun um borð í
fiskiskipum sé alltof lítill
gaumur gefinn af vísinda-
mönnum. Á sama tíma og
hafrannsóknaskip flestra
landa eru bundin við bryggju
lungann úr árinu erum við
með gríðarlegan fjölda fiski-
skipa á ferðinni með yfir 300
úthaldsdaga á ári. Því höfum
við útbúið nemana með ná-
kvæmnis mælitækjum auk
þess sem öll gögn í Brúarein-
ingu eru vistuð ásamt stað-
setningu og tíma. Að sjálf-
sögðu nýtast þessi gögn í
rauntíma um borð í skipinu
bæði við stjórnun veiðarfæra
og aðra ákvarðanatöku
tengda veiðunum, en væru
ekki síður áhugaverð viðbót
við núverandi gagnasöfnun
hafrannsóknageirans. Með
nútíma fjarskiptum, þar sem
mörg skip eru komin með
háhraða nettengingu, mætti
hugsa sér að vísindamenn
gætu í raun haft beinan að-
gang að því sem væri að ger-
ast á miðunum.
Mikill vöxtur
Marport er nú með starfs-
stöðvar í fjórum löndum;
Bandaríkjunum, Kanada, Ís-
landi og Frakklandi og heild-
ar starfsmannafjöldi er nú 30.
Að sögn Óskars varð gríð-
arleg söluaukning hjá fyr-
irtækinu á síðasta ári og árið í
ár lítur enn betur út, fyrirliggj-
andi eru pantanir í fjölda ný-
smíða allt fram til ársins 2010.
Marport flutti í byrjun apríl
í ný og glæsileg húsakynni að
Fossaleyni 16 í Reykjavík.
Stór áfangi hjá Marporti:
Setur á markað A1 - nýja
miðeiningu fyrir nema
Hér er Óskar Axelsson, framkvæmdastjóri Marports, með nýjan straumhraðanema,
sem hægt er að forrita sem skekkjunema, toghraðanema eða grindarnema.
Myndir: Sigurður Bogi Sævarsson.
Það fer ekki mikið fyrir A1. En þessi
tæknibylting hefur þó verið í þróun í
tvö ár og þróunarkostnaðurinn er á
annað hundrað milljónir króna.
Blásum vandanum burt
með þurrís sem gufar upp!
Ísblástur ehf. | Stórási 4 | 210 Garðabæ
Sími 567 2819 | isblastur@isblastur.is