Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 23
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
109
Öll þjóðin verður að rísa í nýjum starfshug til marg-
faldrar árvekni og þjóðfélagslegrar ábyrgðar. Samtök
alþýðunnar eiga ekki einungis að verða traustustu vígi
lýðræðisins, heldur allrar varnar og einingar þjóðarinn-
ar. Hver félagsskapur fær nýtt og aukið verksvið, ekki
aðeins hagsmunalegt fyrir hverja stétt, heldur jafnframt
þjóðlegt að inntaki, reist á sögulegum og menningar-
legum skilningi á örlagaríkri ábyrgð þessara tíma fyrir
alla framtíð íslands. Hið sameiginlega markmið alls
félagsskapar almennings í landinu þarf að verða sköp-
un sterkrar og heilbrigðrar þjóðarlieildar, sem af dirfsku
og manndómi heldur uppi rétti og málstað íslands,
hverju sem fram vindur. Ef þjóð, þó ekki sé stærri,
sýnir einhuga vilja til að vernda réttindi sín, verst af
viti og þrautseigju allri ágengni, lætur aldrei ganga á
hlut sinn án mótspyrnu og mótmæla, verður hún seint
sigruð. Um allt ísland rísa til forystu nýir menn, með
nýjar liugsjónir, nýja ábyrgðartilfinningu, nýjan þjóð-
félagslegan skilning á framtið Islendinga, rísa upp liver
í sínu félagi, róta burtu því gamla og feyskna, skapa
nýja, máttuga þjóðarhræringu, nýja frjálshuga, sterka
samfélagsheild íslendinga. Það er köllun okkar tíma.
Framan úr fortíð og utan úr framtíð hvetja okkur til
dáða raddir ættmenna okkar, liðinna og óborinna, og
„málmraddir eggja oss moldunum undir“.
I öllu þessu verðum við þó eins að gæta: að daga
ekki uppi í neinum þjóðarremhingi eða afturhaldssamri
einangrunarlineigð. Það ástand, sem við í dag erum
neyddir til að þola, knýr okkur til þjóðernislegs við-
náms og einíieitingar allra krafta að slcöpun sterkrar
þjóðarheildar. Okkur ber skylda til að nota þennan
tíma til þess að styrkja samlieldni okkar, innri kraft
og þjóðarmetnað. Við hljótum nú og á næstunni að
sýna alla tortryggni í garð erlendra ríkja, standa ein-
huga á verði gagnvart þeim, engu síður vináttu þeirra en