Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 16
102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ofsóknum, unnið með markvísum ásetningi að því að
eyðileggja alþýðusamtökin og grafið með þvi undan
hornsteinum lýðræðisins og veikt þjóðfélagið i lieild.
Kringum þessa valdaklíku hefur dafnað hin argasta fjár-
málaspilling og óreiða, þjófnaður í stórum stíl á al-
mannafé, mútur og atvinnukúgun. Þessi klíka hefur
unnið að sundrung í þjóðfélaginu, reynt að etja einni
stéttinni upp á móti annarri, hefur fjandskapazt við
allar framfarir og' menningu og stendur orðið beinlínis
i vegi fyrir því, að lieilbrigt atvinnulíf geti þróazt i land-
inu. En það, sem gerir völd hennar langsamlega hættu-
legust, eru þó hagsmunatengsl liennar við erlent auð-
magn. Eitt fyrsta verkefnið, þegar skapa á sterka og
samstillta þjóðarlieild, er að taka ráðin af þessari gróða-
brallsklíku eða takmarka að minnsta kosti svo völd henn-
ar, að liún ráði ekki í sjálfri landsstjórninni, geti ofur-
selt hagsmuni þjóðarinnar erlendu valdi eða gert fs-
lenzku atvinnulífi stórtjón.
Því miður geta menn aldrei lært neitt, nema af dýr-
keyptri eigin reynslu. Af örlögum annarra þjóða á síð-
ustu árum og mánuðum hefði íslenzka þjóðin getað
lært margt, sem henni væri nú mikilsvert að vita. Eilt
er það, hvílík meginliætta hverju ríki stafar af því að
láta traðka niður hjá sér lýðræði og þjóðarvilja. Er þar
dæmi Frakklands harmsögulegast. Fyrir fáum árum var
það stórveldi og þjóðin í miklum viðreisnarhug. En þá
greip auðvaldsklíka yfirstéttarinnar í laumana, þegar
hún sá mátt þjóðarinnar rísa, beitti valdi aúðmagnsins
og fékk til þess erlenda aðstoð að sundra kröftum
hinnar voldugu þjóðfvlkingar, sem alþýða og millistétt-
ir Frakklands höfðu myndað í sameiningu, fella stjórn
Iiennar og koma á nýrri stjórn, sem fengið var það hlut-
verk að eyðileggja samtök þjóðarinnar, grafa undan
verkíýðshreyfingunni og ofsækja forystukrafta hennar.
Samtímis háværu gjálfri um baráttu og strið gegn fas-
ismanum, létu stjórnarvöld Frakklands hneppa tugi þús-