Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 97 við aðrar þjóðir, en ætlum okkur í þeirri sambúð að vernda sjálfstælt íslenzkt þjóðfélag. Það er sú framtið, er við göngum í móti. Við eigum einskis úrkosti, enda þótt við sjáum, að við munum þurfa á öllum þjóðarkrafti, áræði og lægni að lialda til þess að beita í gegnum þá brotsjói, sem verða á þessari leið. Allar þær hættur, sem því fylgja að vera varnarlaus smáþjóð í varga- kjöftum stórveldanna, steðja þegar að okkur. Við er- um ein sú smæsta meðal hinna smáu. Kreppan, stj-rj- öldin og nú síðast hernámið, kemur yfir okkur, þeg- ar við vorum rétt að brjóta af okkur hlekki einangr- unarinnar. Þjóðfélagið var allt í nýmyndun, skilning- ur okkar á því, hvernig reisa skyldi nútíma samfélag, lítill eða enginn. Við brutum gamlar venjur, tókum upp nýjar eftir erlendum þjóðum, gerðum okkur barnaleg- ar liugmyndir um milliríkjaviðskipti, litum í aðdáun upp til annarra þjóða, gerðum allt til að þóknast þeim, tókum öll áhrif þeirra fyrir góða og gilda vöru, liugs- uðum um það eitt að sýnast sem mestir í augum þeirra, gættum engrar varkárni, leyfðum þeim að nota sér vin- áttu okkar og viðskiptasambönd til þess að festa hér ítök sín og valdaaðstöðu, áttum engan þjóðlegan metn- að né sjálfsvirðingu. Samfara vexti þjóðfélagsins sundr- uðust kraftar þess í allar áttir og beindust flestir út á við. Jafnvel enn, eftir að brotið hefur verið hlutleysi okkar og landið hernumið, snýr hugur þjóðarinnar all- ur út á við. Það er likast sem menn bíði átekta um það, hvor hernaðaraðili muni sigra i þessu striði, eins og í þeim úrslitum yrðu ráðin örlög Islands. Nokkur hluti íslendinga virðist þess albúinn að hlaupa í faðm Eng- lendinga, annar hluti myndi fagna komu Þjóðverja hing- að. Til eru jafnvel þeir, sem munu álíta íslendingum fyrir beztu að vera stjórnað erlendis frá. Hér myndu ef til vill einhverjir vilja grípa fram i og segja, að mér sem kommúnistá farist sízt að tala þannig. Ég muni einskis óska frekar en Rússar kæmu hingað og legðu

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.