Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 34
120 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skjátlaðist um sumt annað. Ibsen gat myndað skel um sjálfan sig, grafið sig lifandi ofan í ritstörfin, einbeitt allri orku sinni að þeim og engu öðru sinnt að neinu marki. Jóhann var allt öðru visi gerður. Hæfileikar hans voru óvenjulega fjölbreyttir. Hann var t. d. ágætur stærðfræð- ingur, sem annars þykir sjaldan fara saman við tilhneig- ingu til skáldskapar, mjög gefinn fyrir náttúrufræði, enda valdi hann sér dýralækningar að námi og var lcominn nærri prófi i þeirri grein, er hann lagði út á aðra braut. Hann mun að upplagi hafa verið talsverður hugvitsmaður og gat ekki stillt sig um að fást við ýmiss konar uppfinn- ingar, sem tóku liann talsverðan tíma og kostuðu mikil heilabrot, en sýndu að dómi fróðra manna eindregna hæfi- leika, þótt ekkert yrði úr þeim og sízt sá stórgróði, sem Jóhann dreymdi um. Síðustu árin, sem liann lifði, beitti bann sér mjög fyrir bafnargerð í Ilöfðavalni í Skagafirði og skrapp til Islands rétt áður en liann lagðist banaleg- una til þess að semja við jarðeigendur þar í grenndinni. Hefur kunnugur maður sagt mér, að liann hafi haldið vel á máli sínu í þeim samningum. Margt var það annað, sem honum kom til hugar að framkvæma, fyrir utan skáldskapinn, en hér er ekki ástæða til þess að telja. Og ofan á þetta bættist, hvað Jóhann var félagslyndur. Hann naut sín meðal manna, örvaðist af að tala, af að blása lífsanda í félaga sína og verða reifur af samneyti við þá, láta neista fljúga. Hann talar í Bóndanum á Hrauni um „skylduna við gleðina“, og hann vildi liafa glatt á hjalla í kringum sig. Eftir að hann reisti bú, var hann allra manna gestrisnastur, allt of gestrisinn lil þess að gæta tíma síns. Hann var ekki einverumaður að upplagi, var mjög næmur fyrir dómum og fortölum, eins og sést á því, að liann valdi sér efni í tvö af leikritum sinum eftir tillögum utan að, en breytti niðurlagi tveggja annarra af sömu ástæðum. Mér finnst enginn vafi geta leikið á því, að Jóhann hefði getað notið sín betur sem rithöfund- ur, ef hann hefði unað meiri einveru, haft samneyti við

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.