Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 82
168 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR snauðri verbúð undir Jökli, á hákarlaskipi fyrir Norðurlandi, eft- ir að öll mið voru týnd í miðsvetrarsvartnætti Dumbshafsins, í tötrum flakkarans, sem blundar við hlið fjallasauðarins í viði- kjörrum lieiðanna, í hlekkjum þrælkunarfángans á Brimarhólmi; þessi andi var kvikan í lífi þjóðarinnar gegnum alla söguna, og það er hann, sem hefur gert þetta fátæka eyland hér vest- ur i hafinu að stórþjóð og heimsveldi og ósigrandi jaðri heims- ins. Streingirnir fimm á hörpu skáldsins, það voru streingir gieðinnar, sorgarinnar, ástarinnar, hetjuskaparins og dauðans. Ólafur Ivárason Ljósvíkingur strauk fyrst höndunum varlega um kaldan steininn, lét síðan fingurgóma sína snerta fimm streingi steinhörpunnar í nafni allra fátækra alþýðuskálda, sem uppi hafa verið á íslandi, og þakkaði skáldinu fyrir, að hann skyldi hafa komið til sín akandi í gullinni reið ofan af himn- um, þar sem hann átti heima.“ Ólafur gekk til skips með fögg- ur sínar morguninn eftir. Það var óvenjulega fagur morgun, og skáldið var hugfangið. „Og sem hann stendur þarna á valdi morgunsins og svipast um mitt í ys mannlífsins og fjarri hon- um, þá birtist allt i einu vera nolckur við hlið hans, úng og björt og starir út i bláinn, eins og hann. Og um leið og hann leit á hana i fyrsta sinn, var honum það ljóst, að hún og þessi morgunn voru eitt, að hún var sjálfur morgunninn íklædd mann- legri mynd.“ Hann vissi i einni svipan, að lnin myndi eiga hið dularfulla nafn, sem Sigurður Breiðfjörð liafði birt honum í draumnum. Hann kallaði hana Beru. Hún varð honum ímynd þeirrar fegurðar ,sem hann hafði þráð alla ævi. Bera og Ólafur urðu samskipa, bæði á leið heim. Fegurð himinsins hefst á þess- um orðum: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í liimninum, þar búa ekki framar neinar sorgir, og þess vegna er gleðin ekki nauð- synleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Jökullinn blasti við heiman frá dyrum Ólafs. Nú kom það upp, að Bera átti heima hinum megin við jökulinn. Þau tvö urðu elskendur. „Það er þá jökullinn okkar,“ sögðu bæði. „Þú átt gott að búa nærri honum, sagði hún. Milli mín og hans eru tvær dagleiðir i óbyggðum; frá mér er hann eins og fjarlægt ský. Einn dag lcem ég samt til þín yfir jökulinn, sagði hann. Nei, við skul- um mætast þar efra,“ sagði hún og brosti. „Hugsaðu um mig, þegar þú ert í miklu sólskini,“ bað hún, áður en þau skildu. Eftir þennan fund var skáldið aldrei samur maður. „Leingi hélt ég, að fegurðin væri aðeins draumur skáldanna. Ég hélt að fegurðin og mannlífið væru tveir elskendur, sem aldrei geta mætst. Meðan þú heldur það, er allt tiltölulega einfalt. Þú get-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.