Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 37
TÍMARIT MÁLS OG MENNIXGAR 123 inum þar andartak inn í holu til þess að verða hlaðinn afli og orku og fullmettur. Svona verður allt lagt upp í liendurnar á mönnum í nýju og fulllcomnu þjóðfélagi. Þá standið þið uppi með ykkar próf og alla ykkar umhugs- un um daglegt brauð eins og illa gerðir hlutir. Þið hafið sóað nolckurum dýrmætum æskuárum til þess að sveit- ast yfir leiðinlegum skruddum, og svo þurfið þið aldrei á þessum lærdómi að halda til þess að afla ykkur lifs- viðurværis. Því að í þessum nýja heimi munu menn ekki þurfa að hugsa um nema einn hlut: að kunna að njóta fegurðar og unaðssemda lífsins út í æsar. Ungu menn! Trúið orðum mínum. Verjið þessum árum til þess að \ifa, neyta æskunnar, leita gleðinnar og gera vkkur liæfa til þess að þiggja allt, sem hinir betri tímar, er nú fara í liönd, hafa að hjóða. Jóhanni auðnaðist ekki að lifa svo lengi, að þessi gull- öld rynni upp, og hún virðist enn þá eiga nokkuð lang! í land. Það verður ekki heldur sagt, að hann lifði sjálfur eftir þessum heilræðum, því að hann miðaði vinnu sína við takmark, sem virtist fjarlægt og torsótt. Samt er eg ekki í vafa um, að meðan Jóhann var að flytja þessa ræðu, sá hann hina nýju veröld alveg fyrir sér og var sannfærður um, að einhvern veginn svona hlyti þetta að fara fyrr eða siðar. Og hann var alveg einlægur í þeirri skoðun sinni, að það væri bæði synd og skönnn, að mann- eskjurnar skyldu þurfa að verja mestu af æfi sinni til þess að vinna fyrir daglegu brauði í þessari dásamlegu tilveru, þar sem livert gmsstrá á jörðinni og hvert ský á himninum var efni yndis og undrunar. Hann gat ekki skilið, að það þurfti ímyndun og næmleik af því tagi, sem honum var áskapað, til þess að njóta sliks lífs. En var það furða, þótt maður, sem var svona gerður, væri eins konar útlagi frá sjálfum sér, þegar hann átti að fara að skrifa í stað þess að lifa? ★ Ef Jóhann Sigurjónsson hefur eftir sina stuttu jarð- “ 9*

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.