Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 97
Halldór Kiljan Laxness leggur Menntamálaráðsstyrkinn í sjóð. Eins og frægt er orðið, lækkaði Menntamálaráð rithöfunda- laun Halldórs Kiljans Laxness allverulega á síðastl. vetri, eftir að Alþingi hafði á þrem þingum í röð, og með vaxandi meiri- hluta, samþykkt, að hann skyldi njóta höfundalauna á hinni föstu 18. grein fjárlaganna, að upphæð 5000 krónur, sem svar- ar árslaunum undirtyllu á skrifstofu i Reykjavík. Þótt ekki sé kunnugt, að H. K. L. hafi skipt um skoðun í neinum aðalat- riðum síðan honum voru fyrst úthlutuð þessi laun af Alþingi, dró Menntamálaráð launin af honum með þeim formála, að styrksviptingin ætti að stuðla að því, að höfundurinn tæki upp aðrar skoðanir á stjórnmálum og öðrum málum, yrði sannari Islendingur og ritaði bækur af meiri list og á betri íslenzku hér eftir en hingað til. Þessari skoðun Menntamálaráðs var aft- ur og aftur lýst yfir af formanni ráðsins i dagblaðinu Tíman- mn og í þingræðum. En þegar til kom, neitaði H. K. L. að viður- kenna lækkunina með þvi að taka ekki við fé af Menntamála- ráði, sem veitt var í þeim tilgangi að hnekkja höfundarheiðri hans og storka honum. Hefur hann nú lagt þessar 1800 krón- ur, sem ráðið úthlutaði honum, í sjóð til að styrkja rithöfunda, sem á að svelta til hlýðni við einhvern eða einhvern geðþótta tilviljanlegra stjórnmálamanna. Hann kemst svo að orði, i hlaða- viðtali nýlega, að sjóðurinn hafi það markmið, að „vernda skáld, hvaða skoðanir sem þeir hafa, fyrir því, að stjórnmálamenn, sem fara með völdin í það og það skiptið, fari inn í búr þeirra." Hann segir enn fremur svo í viðtali þessu: „Peningaupphæð- in, 1800 krónur, sem er stofnfé sjóðsins, er fé það, sem mér var úthlulað af Menntamálaráði nú á þessu ári. Þetta fé var mér úthlutað sem straff og aðvörun, mér til auðmýkingar, sam- kvæmt opinberri yfirlýsingu formanns ráðsins í dagblöðum og á Alþingi.“ Segir hann svo, að hann telji ekki samboðið virð- ingu sinni sem rithöfundar að taka við slíku fé. Tímarit Máls og menningar hefur fengið leyfi til að birta skipulagsskrá hins nýja sjóðs, og fer hún hér á eftir: SKIPULAGSSKRÁ fyrir sjóð til verndar andlegu frelsi íslenzkra rithöfunda. 1. gr. — Sjóður þessi er stofnaður 23. marz 1940, af Halldóri Iviljan Laxness rithöfundi, í tilefni af úthlutun Menntamálaráðs á styrktarfé til rithöfunda, skálda og annarra listamanna ár- ið 1940.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.