Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 97
Halldór Kiljan Laxness leggur Menntamálaráðsstyrkinn í sjóð. Eins og frægt er orðið, lækkaði Menntamálaráð rithöfunda- laun Halldórs Kiljans Laxness allverulega á síðastl. vetri, eftir að Alþingi hafði á þrem þingum í röð, og með vaxandi meiri- hluta, samþykkt, að hann skyldi njóta höfundalauna á hinni föstu 18. grein fjárlaganna, að upphæð 5000 krónur, sem svar- ar árslaunum undirtyllu á skrifstofu i Reykjavík. Þótt ekki sé kunnugt, að H. K. L. hafi skipt um skoðun í neinum aðalat- riðum síðan honum voru fyrst úthlutuð þessi laun af Alþingi, dró Menntamálaráð launin af honum með þeim formála, að styrksviptingin ætti að stuðla að því, að höfundurinn tæki upp aðrar skoðanir á stjórnmálum og öðrum málum, yrði sannari Islendingur og ritaði bækur af meiri list og á betri íslenzku hér eftir en hingað til. Þessari skoðun Menntamálaráðs var aft- ur og aftur lýst yfir af formanni ráðsins i dagblaðinu Tíman- mn og í þingræðum. En þegar til kom, neitaði H. K. L. að viður- kenna lækkunina með þvi að taka ekki við fé af Menntamála- ráði, sem veitt var í þeim tilgangi að hnekkja höfundarheiðri hans og storka honum. Hefur hann nú lagt þessar 1800 krón- ur, sem ráðið úthlutaði honum, í sjóð til að styrkja rithöfunda, sem á að svelta til hlýðni við einhvern eða einhvern geðþótta tilviljanlegra stjórnmálamanna. Hann kemst svo að orði, i hlaða- viðtali nýlega, að sjóðurinn hafi það markmið, að „vernda skáld, hvaða skoðanir sem þeir hafa, fyrir því, að stjórnmálamenn, sem fara með völdin í það og það skiptið, fari inn í búr þeirra." Hann segir enn fremur svo í viðtali þessu: „Peningaupphæð- in, 1800 krónur, sem er stofnfé sjóðsins, er fé það, sem mér var úthlulað af Menntamálaráði nú á þessu ári. Þetta fé var mér úthlutað sem straff og aðvörun, mér til auðmýkingar, sam- kvæmt opinberri yfirlýsingu formanns ráðsins í dagblöðum og á Alþingi.“ Segir hann svo, að hann telji ekki samboðið virð- ingu sinni sem rithöfundar að taka við slíku fé. Tímarit Máls og menningar hefur fengið leyfi til að birta skipulagsskrá hins nýja sjóðs, og fer hún hér á eftir: SKIPULAGSSKRÁ fyrir sjóð til verndar andlegu frelsi íslenzkra rithöfunda. 1. gr. — Sjóður þessi er stofnaður 23. marz 1940, af Halldóri Iviljan Laxness rithöfundi, í tilefni af úthlutun Menntamálaráðs á styrktarfé til rithöfunda, skálda og annarra listamanna ár- ið 1940.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.