Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 42
128
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
á grein, glitrandi tári á hvarmi, dansi sólargeisla í
vatnsglasi o. s. frv. Og hann getur sýnt okkur hlutina
úr hinum ólíkustu sjónarhornum, sem okkur hafði aldr-
ei dottið í hug að skoða þá frá. Við verðum að liafa
það hugfast, að ljósmyndunin er ekki lilutlæg (objec-
tiv), heldur í hæsta máta huglæg (suhjectiv).
Myndröðunin eða skeytingin (montage) hefur sízt
minni þýðingu en sjálf ljósmyndunin fyrir listgildi kvik-
inyndarinnar, — en með skeytingu er átt við röðun og
samtenging hinna einstöku ljósmynduðu atvika og liluta
í kvikmynd. Hugsum okkur, að kvikmyndastjóri ætli
sér að kvikmynda þann atburð, að hermaður á leið til
vígstöðva kveður móður sína á járnbrautarstöð. Hann
lætur taka hæði nær og fjærmyndir af lestinni, þegar
iiún kemur og þegar hún fer, sömuleiðis af móður og
syni, er þau kveðjast. Svo tekur skeytingin við og að
henni lokinni lítur kvikmyndin ef til vill út sem hér segir:
Fyrst sjást nokkrar myndir af lest, er kemur æðandi
inn á stöð, svo kemur nærmynd af eimflautunni, er hún
blæs. Þá nokkrar nærmyndir af hjólum eimvagnsins, er
þau hægja ferðina. Þá koma yfirlitsmyndir yfir stöðvar-
pallana — athyglin beinist að tveim manneskjum í hópn-
um, — nokkrar nærmyndir sýna, að það er móðir og
sonur, sem kveðjast, — aftur nærmynd af eimflautu,
sem blæs, svo nærmynd af móðurinni, er kyssir son sinn
og óskar honum góðrar ferðar, — reyk frá reykháf eim-
vagnsins leggur yfir myndsviðið og byrgir það sem
snöggvast. Er honum léttir, sjáum við soninn i nærmynd
veifa klút út um klefaglugga; síðan koma nokkrar nær-
myndir af andliti móðurinnar — við sjáum tár seytla
niður hvarmana, svo nærmyndir af hjólum eimvagns-
ins, er síga í gang, — nærmynd af syninum í klefaglugg-
anum og svo að lokum nærmyndir af eimvagnshjólun-
um, er snúast hraðar, hraðar, hraðar.
Þetta var dæmi upp á skeytingu. Hún skapar hrynj-
andina og stílinn í hinni Ijósmynduðu frásögn. Það er