Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 27
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
113
verustundir kunningjum sínum ógleymanlegar, þótt
þeim finnist þær fjarlægar.
Á þessu ári, skönimu eftir sextugsafmæli Jóhanns,
munu verk lians, fyrra hindið af tveimur, koma i hend-
ur félagsmönnum Máls og menningar. Þær persónulegu
endurminningar og hugleiðingar, sem eg birti hér i því
lilefni, eru að vísu bæði sundurlausar og liálfverk á þeim.
En eg læt þær nú flakka með betri samvizku vegna þess,
að lesendur Tímaritsins eiga senn von á að fá i hendur,
með fyrra hindi verka Jóhanns, miklu vandaðri ritgerð
um hann eftir Gunnar skáld Gunnarsson, sem var honum
nákunnugur og hefur fyrir margra liluta sakir öðrum
mönnum hetri skilyrði til þess að skilja hann réttilega.
*
Þegar eg kynntist Jóhanni Sigurjónssyni fyrst, í Kaup-
mannahöfn fyrir tæpum 34 árum, vissi eg varla neitt um
hann. Eg hafði reyndar séð i íslenzkum blöðum og tíma-
ritum veturinn áður, að þessi ungi landi hefði ráðizt í
að frumsemja leikrit — á dönsku, og það hafði hlotið
heldur misjafna dóma. Roskinn og vitur menntamaður í
Reykjavík hafði sagt við mig, að þess væru engin dæmi,
að rithöfundar hefðu orðið annað en bögubósar, þegar
þeir liefðu reynt að nota aðrar tungur en sitt eigið móð-
urmál, og vitnað í tilraunir Oehlenschlágers að skrifa á
þýzku því til sönnunar. Leikritið sjálft, Dr. Rung, hafði
eg þá enn ekki séð. En undir eins og eg hafði setið með
Jóhanni eina kvöldstund, tók eg það sem sjálfsagðan hlut,
að hann væri fæddur til þess að verða skáld og mikið
skáld. í samanburði við hann fannst mér þau skáld, sem
eg þá hafði haft eitthvert veður af heima á íslandi, öll
alveg eins geta verið eitthvað annað. En Jóhann! Hann
hlaut að vera skáld og gat ekkert annað verið. |Útlitið
seiddi menn undir eins að honum. Andlitið var svo fag-
urt, að jafnvel lcarlmenn gátu ekki að því gert að horfa
á það sér til augnayndis, og öll geðbrigði spegluðust og
leiftruðu, mér liggur við að segja ómuðu í svipnum, eins