Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 36
122 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR l>ér skuluni viö fylgja! Þeir fylgdu honum heim imi kvöldið og mæltu til vináttu. En næstu daga var Jóhanni ekki vært fyrir heimsóknum skuggalegra manna, sem fylltu liúsmóður hans ugg og ótta. Hann varð sjálfur að liætta leiknum með því að flytja í annan borgarliluta. Svona var Jóhann. Jafnvel hinar fjarstæðustu hug- myndir gátu lileypt ímyndunarafli lians í bál, svo að hann langaði í svipinn til þess að framkvæma þær — fremur en yrkja um þær. Hann var t. d. í raun og veru heldur frábitinn pólitík og hraut varla upp á því umtalsefni ótil- kvaddur. En færi hann að talca þátt í pólitískum umræð- um á stúdentafundum, gat hann orðið svo heitur, að hon- um falaðist stundum að kveða að orðunum og ræðurnar enduðu í eins konar lierópi. ★ Mér er minnistæð rússaræða, sem Jóliann flutti eitt haust á fyrri Hafnarárum mínum til þess að bjóða nýju stúdentana að heiman velkomna í hópinn og leggja þeim heilræði, eins og siður var. Slíkar ræður voru oft og ein- att dálítið gáskafullar, og ráðleggingar liinna „eldri og reyndari“ manna heindust ekki sérstaklega að því að hvetja „rússana“ til meinlæta og iðjusemi, enda tók eng- inn þær öðru vísi en þær voru talaðar. Efnið í ræðu Jó- hanns var á þessa leið: Þið eruð nú komnir liingað, ný- bökuðu stúdentar, til þess að stunda nám við háskólann. Og tilgangur ykkar með þessu námi er yfirleitt sá, að verða síðan færir um að vinna fyrir ykkur, konum og krökkum. En látið þið ekki ginna ykkur eins og þursa. Þið hafið enga hugmynd um, hvað heimurinn er á öru framfaraskeiði. Eg get sagt ykkur það, að eftir ein 5—6 ár, þegar þið getið átt von á að ljúka embættisprófi, þá verður alll breytt frá því, sem nú er. Þá verður fólk ekki aðeins liætt að þurfa að vinna fyrir brauði sínu, heldur verður það hætt að þurfa að eta. Hvar sem menn eru staddir á götum úti, verða komnar rafmagnsvélar, sem verða þannig útbúnar, að ekki þarf annað en stinga fingr-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.