Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 28
114
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og það væri hljóðfæri i meistara höndum. Geðið var ríkt
og lundin ör, sveiflaðist frá einum strengnum til annars,
þar gat komið fram ofsi og stórlæti, auðmýkt og þýð-
leiki, einlægni og viðkvæmni, galsi og þunglyndi, sorg
og gleði. Svo var tal Jóhanns. Hann hafði mikla þörf á
að segja kunningjum sínum frá þeim verkum, sem hann
hafði í smíðum, rekja uppistöðu þeirra, þær breytingar,
sem þau voru að taka, fara með einstök tilsvör, skýra,
livað fyrir honum vekti og að hverju hann stefndi, fara
með ný og gömul kvæði. En þó að hann talaði um allt
önnur efni, var liin skáldlega íinyndun sívakandi, hug-
kvæmnin frjó og oröalagiö heillandi. Það var ótrúlega
margt, sem hann hafði áhuga á og var hrifinn af, og allt
af var honum mikið i niun að segja svo frá því, að aðrir
tækju þátt í því með honum. Mér fannst oft á samvistar-
stundum mínum við Jóhann, og þær voru margar allt
til sumarsins 1918, er eg sá hann í síðasta sinn, að liann
væri skáldið, eins og það ætti að vera, og hann gæti stund-
um á einu kvöldi sagt nógu margt fallegt og frumlegt til
þess að verða frægur maður fyrir það. Nú veit eg að
vísu hetur en þá, að það getur engu síður verið eðli rit-
höfunda að vera frábitnir því að tala skáldlega eða um
skáldskap sinn. Og samt, mér finnst enn i dag það sama
og um tvítugt, að Jóhann sé einstakur í sinni röð meðal
þeirra listamanna, sem orðið hafa á vegi mínum.
★
Eg las Dr. Rung, en mér datt ekki í hug að taka mark
á þeirri hók. Að vísu bar hún eindreginn svip höfundar
síns, en gal ekki verið nema dauft endurskin af gáfum
lians. Bóndinn á Hrauni kom út 1908. I þeirri hók var
mikið af ljóðrænni fegurð, en Jóhann hlaut að gela gert
mildu betur. Ilaustið 1910 kom eg til Hafnar eftir vetr-
ardvöl í Reykjavík. Eg hitti Jóhann undir eins fyrsta
dagiiin, og við sátum lengi saman uppi á Himnaríki. Hann
var þá að skrifa fyrsta þáttinn í Fjalla-Eyvindi, bókinni,
sem hann hafði unnið að 2—3 síðustu árin. Hann sagði