Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 29
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 115 mér frá baðstofulýsingunni, sagðist vera viss um, að fyrir jjennan eina þátt yrði hann heimsfrægur. Þessi vetur var honum erfiður, en þá lauk liann við Fjalla-Eyvind, taldi sér sigurinn vísan, eins og lika reyndist rétt. Hann bjó i litlu þakherhergi i húsi við Silfurgötu og við þröngan kost. En hann hafði dásamlega útsýn úr glugganum sin- um yfir Rósenhorgargarðinn og vestur yfir borgina og fann sér margt til skemmtunar í fátæktinni. I herberginu var t. d. kommóðugarmur, sem liann hafði ekkert við að gera, því að Jóhann átti ekki neitt til þess að geyma i kommóðu. Svo datt honum i hug að hafa eina skúffuna fyrir baðker, fá sér þar ískalt og hressandi morgunhað fyrir ekki neitt. Það bað endaði með því, að botninn fór úr skúffunni og herbergið varð í einu flóði. Að svona hluturn hafði hann gaman eins og barn. Undir jól var hann kominn svo langt áleiðis, að hann gat sýnt Jóhannesi Nielsen leikhússtjóra síðasta þáttinn og fengið „forskot4 upp á hann til þess að ljúka leikritinu, 50 lcr. á mánuði i fjóra næstu mánuði. Þá var Jóhann ríkur. Þetta var hátt upp í tekjur þeirra lcapítalista, sem nutu Garðsstyrlcs, og Höfn hafði á þeim dögum mikið að bjóða fyrir litinn pening, ef vel var leitað. I kjallara einum i Silfurgötu, rétt í nágrenninu, mátti fá eitt staup af hrennivíni með malurtar-bitter og 3 sykurmola og eitt vatnsglas í kaupbæti, allt fyrir 4 aura. Það kom sér vel fyrir marga unga menn, sem vildu lyfta sér svolítið upp að loknu dagsverki, sem gaf ekkert í aðra liönd í bráðina, að danska ríkisþingið bar þá enn lotningarfulla umhyggju fyrir „den fattige mands snaps“. Og það var miklu hátíð- legra að bergja á þessari fjögurra aura malurtarskál með Jóhanni Sigurjónssyni, á baldausum trébekk við dúklaust horð, en að súpa kampavín í meiri háttar samsætum. * Þegar Fjalla-Eyvindur kom út, voru vinir Jóhanns á- nægðir, en þvi fór fjarri, að leikritið væri betra en þeir höfðu húizt við. Hinsvegar voru sumir landar hans, bæði

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.