Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 88
174 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að yfirvarpi til að villa menn í því, hvað voru höfuðatriði og hvað aukaatriði, hvað veruleiki og hvað hégómi í byggingu Vik- toríu-tímabilsins. Oft verður svo, að þegar höfuðáherzla er lögð á hégómleg atriði máls, er það sama og að falsa málið allt, — sú tilfinning var að minnsta kosti efst hjá mér, að loknum lestri þessarar bókar ó sínum tíma. Þegar ég blaða nú gegn um liana aftur, í þýðingu, finn ég þó bezt, hve því fer fjarri að hún gefi íslenzkum lesendum svar við nokkrum sköpuðum hlut, sem þeir hirða að vita um Viktoriu og Viktoríutímabilið. Aftur á móti virðist bókin vera tilvalinn lestur fyrir enska heldrimenn og höfðingjasleikjur, menn sem kunna ekki að líta á brezka heimsveldið öðruvísi en einhvern alskapaðan og siðferðilega full- kominn eilifðarveruleik ofar því að vera umræðuefni og spurs- mál, en finnst aðalatriðið að vita hvernig sé umhorfs í svefn- herbergi drottningar, klæðaskáp og eldhúsi, eða hvernig hirð- menn snúi upp á skegg sitt og livaða brandara stjórnmálamenn og hertogar hafi sagt um einhver æðri fjölskyldumál. Ef til vill hefur bókin það til síns ágætis, að hún skilur fróðleiksfúsan lesanda eftir forvitnari en áður um skýringu á eðli Viktoríutímabilsins — skýringu á hinu öfgafyllsta fyrir- brigði 19. aldar, brezka heimsveldinu, og hinni mestu öfgastefnu, sem uppi hefur verið í heiminum, brezku heimsvaldastefnunni, grundvelli og siðferðisbakhjalli heimsauðvaldsins. Höfundurinn er einn af þessum lipru brezku yfirstéttarmennta- mönnum, sem halda að vísu ágætlega á penna, en erfitt er að velja sæti innan nokkurrar sérstakrar bókmenntagreinar eða fræða, liann er ekki sagnfræðingur, ekki sálfræðingur, ekki heimspek- ingur, ekki skáld, verk hans hvorki fræðirit né skáldrit, hvorki skemmtirit né ádeilurit (fyrir íslendinga yfirleitt hlýtur það að vera með afbrigðum leiðinlegur lestur), það er einhversstaðar mitt á milli allra hluta, ef til vill einna næst þvi að vera „följe- tónismus“ — neðanmálsgreinastíll, form, sem að vísu er tiðkað alimikið af ákveðinni tegund hlaðamanna, en nýtur ekki álits sem bókmenntir. Þýðingin her það með sér, að Kristján Alberts- son, sem hefur prýðilegt mólfar, ef hann vandar sig, hefur geng- ið að verkinu með hangandi hendi. Málvillum, sem benda til þess, að þýðandi hafi unnið dottandi, bregður allt of oft fyrir, t. d. „árum saman var tæpast ein kú i landinu" o. s. frv., sem ekkert vandlátt útgáfufyrirtæki mundi láta fara gegnum próförk. Mér finnst hin „stórkostlega bókaútgófa“ gera Aldous Huxley mjög rangt til með því að kynna hann islenzkum lesendum af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.