Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 65
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 151 lands vors, en liitt ber oss, að horfast æðrulaust í augu við það, sem fram er komið, og fram kann að koma og safna liði vopnuðu vilja, festu, viti og ráði. Það væri skynsamlegt, að skipuleggja nú þegar slikan liðsöfnuð á grundvelli, sem öllum óspilltum og óháðum mönnum og konum íslenzkum gæti komið saman um, og sem orða mætti þannig: Afskipti erlendra þjóða viljum vér engin. Verkefnin munu verða næg fyrir höndum. Þau eru það þegar. Eigum vér að standast árás þá, sem á oss hefur verið ger, verður eigi tekið of snemma á móti. En ekki tjáir að láta hugfallast. Vilji, festa, vit og ráð munu sigra að lokum, og því aðeins, að vel sé haldið á málum frá fyrstu stund, vitur- lega og fast, og enginn bilbugur sýndur i einu né neinu, þótt við ofurefli sé að etja. Mætti æska íslands bera heill til að standa framarlega i þeirri vörn, sem nú er fyrir hendi. Mætti hún standa samhuga og samtaka í því, að afskipti erlendra þjóða viljum vér engin og munum vér aldrei viðurkenna. Þeir menn, sem vilja kúga oss til eins eða annars, verða að beita vopnum eða vopnahótun. Og mun ekki til hrökkva, ef vilji vor er nægilega einbeittur. Vopnlausir munum vér á endanum bera sigur úr být- um i þeim viðskiptum, ef oss endist þolinmæði og manns- lund, hér eftir sem hingað til. Það tók oss margar aldir að losa um bönd Gamla sáttmála. Hversu mun verða um herfjötur þann, er nú höfum vér verið i hnepptir? Eng- inn getur sagt það fyrir. En gott er til þess að vita, að oss er það í sjálfsvald sett. Það veltur á því einu, hversu öruggir og einbeittir vér snúumst gegn hertökunni. Vér viljum gott eiga við allar þjóðir, og ekki sizt Breta. En þá fyrst, þegar þeir eru horfnir úr landi. Fari þeir sem fyrst og láti oss í friði vera, og fari þeir heilir og veri jafnan velkomnir lil allra frjálsra viðskipta. En afskipti erlendra þjóða í landi voru viljum vér engin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.