Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 65
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 151 lands vors, en liitt ber oss, að horfast æðrulaust í augu við það, sem fram er komið, og fram kann að koma og safna liði vopnuðu vilja, festu, viti og ráði. Það væri skynsamlegt, að skipuleggja nú þegar slikan liðsöfnuð á grundvelli, sem öllum óspilltum og óháðum mönnum og konum íslenzkum gæti komið saman um, og sem orða mætti þannig: Afskipti erlendra þjóða viljum vér engin. Verkefnin munu verða næg fyrir höndum. Þau eru það þegar. Eigum vér að standast árás þá, sem á oss hefur verið ger, verður eigi tekið of snemma á móti. En ekki tjáir að láta hugfallast. Vilji, festa, vit og ráð munu sigra að lokum, og því aðeins, að vel sé haldið á málum frá fyrstu stund, vitur- lega og fast, og enginn bilbugur sýndur i einu né neinu, þótt við ofurefli sé að etja. Mætti æska íslands bera heill til að standa framarlega i þeirri vörn, sem nú er fyrir hendi. Mætti hún standa samhuga og samtaka í því, að afskipti erlendra þjóða viljum vér engin og munum vér aldrei viðurkenna. Þeir menn, sem vilja kúga oss til eins eða annars, verða að beita vopnum eða vopnahótun. Og mun ekki til hrökkva, ef vilji vor er nægilega einbeittur. Vopnlausir munum vér á endanum bera sigur úr být- um i þeim viðskiptum, ef oss endist þolinmæði og manns- lund, hér eftir sem hingað til. Það tók oss margar aldir að losa um bönd Gamla sáttmála. Hversu mun verða um herfjötur þann, er nú höfum vér verið i hnepptir? Eng- inn getur sagt það fyrir. En gott er til þess að vita, að oss er það í sjálfsvald sett. Það veltur á því einu, hversu öruggir og einbeittir vér snúumst gegn hertökunni. Vér viljum gott eiga við allar þjóðir, og ekki sizt Breta. En þá fyrst, þegar þeir eru horfnir úr landi. Fari þeir sem fyrst og láti oss í friði vera, og fari þeir heilir og veri jafnan velkomnir lil allra frjálsra viðskipta. En afskipti erlendra þjóða í landi voru viljum vér engin.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.