Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Blaðsíða 38
124
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nesku vist komið á aðra og betri stjörnu, — í þjóðfélag,
sem er í samræmi við óskir hans, þar sem menn hvorki
sá né uppskera né slátra hver öðrum, lieldur lifa á himna-
brauði og morgundöggvum og til þess eins að gera til-
veruna yndislega, fulla af því, sem er óvænt og undur-
samlegt, — þá lilýtur hann að komast þar til skjótra og
ínildlla metorða. Konungurinn i því ríki mun liefja hann
stig af stigi, gera hann að draumsjóna-verkfræðingi, hug-
arflugmálastjóra, formanni í skipulagsnefnd heilahrota,
æfintýramarskálki og siðast að stórvezír sér við hægri
hönd. Eg segi stórvezír, því að mér hefur allt af fundizt
vera einliver kynlegur skyldleiki með Jóhanni og Þúsund
og einni nótt. Var ekki Krummi (eins og kunningjar hans
nefndu hann stundum), þessi svarthærði, fjarlendi, ís-
lenzki bóndasonur í raun og veru máttugur töframaður
úr Austurlöndum, sem hafði villzt inn i hinn norræna
þokuheim,, skilið töfrasprotann eftir í ógáti heima hjá
sér, en hætti allt af við að gleyma þvi, að hann gat ekki
reist heilar undrahallir og gert önnur furðuverk með
einni bendingu —- og varpaði samt ljóma æfintýranna
á allt í kringum sig með andríki sínu og ímyndunarafli?
19. júní 1940.
Steinn Steinarr:
Ljóð.
ÞaS bjargast ekki neitt," það ferst, þaS ferst.
Það fellur um sig sjálft og er ei lengur.
Svo marklaust er þitt lif og litill fengur,
og loks er eins og ekkert hafi gerzt.
Af gleri strokið gamalt ryk og hjóm
er gleði þín og hryggð i rúmi og tíma.
Það andlit, sem þú ber, er gagnsæ gríma
og gegnum hana sér í auðn og tóm.