Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 19
BJÖRN SIGURÐSSON: Yísindi og verkleg menning Vér íslendingar höfum von- um síðar áttað oss á því, hve öll verkleg menning í landinu stend- ur á ótryggum grunni, þar til vér höfum tekið vísindin í þjónustu hennar. Sjálfsagt er ekki óeðli- legt, að þjóð, sem á langa og frækilega bókmenntasögu, snúi sér fyrst að eflingu orðsins list- ar, þegar rýmkast til um fjárhag og stjórnmálalegt frelsi hennar. Raunin er líka sú, að fyrir hvern einn, sem fæst við vísindavinnu, er heill hópur manna, sem legg- ur stund á fagrar listir. Það er vissulega mikið gleði- efni, hve ör og farsæl þróun hef- urorðið í listalífi voru undanfarið, og samanburðurinn er ekki gerð- ur hér í því skyni, að öfundast yfir gengi listamanna, — öðru nær. Það ætti fremur að verða umhugsunarefni, hvort íslenzku menn- ingar- og atvinnulífi ber ekki að draga þann lærdóm af reynsl- unni um listamenn vora, að vér gætum á skömmum tíma orðið hlut- gengir á annarra þjóða mælikvarða um hverskonar andlega mennt, ef vér leggjum alúð við. í þær tæplega ellefu aldir, sem íslenzka þjóðin hefur búið á landi voru, hafa atvinnuhættir og verkleg menning verið á svo Iágu stigi, að slíkt þekkist nú orðið einungis hjá frumþjóðum. Á seinustu áratugum hafa orðið stórstígar framfarir í ýmsum grein- um. Enn sem komið er erum vér þó nokkrum áratugum á eftir þeim, sem bezt eru staddir, og er þetta ekki sagt í álösunarskyni. Um 8

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.