Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 33
HALLÐÓR KILJAN LAXNESS: Síðustu ljóð Nordahls Griegs Síðustu ljóð Nordahls Grieg, Friheten, hafa verið prentuð hér á íslandi og send Norð- mönnum í Lundúnum. Það eru tuttugu kvæði auk stuttrar frá- sagnar í óbundnu máli. Þessi ljóðabók fjallar öll um það stríð fyrir frelsi Noregs, sem Nordahl Grieg háði, bæði sem skáld og hermaður, gegn ó- vinum norsku þjóðarinnar. Ljóðin eru öll tileinkuð konu hans. Þau eru ort á ýmsum herstöðvum þar sem hann innti þjónustu af höndum í stríðinu. Sum eru bundin minningar- hátíðum norsku þjóðarinnar eða helgum þjóðernistáknum, öll eru þau herhvöt. Hann yrkir kvæði um Lundúni þar sem hann lofar sálarþrek hinnar eingilsaxnesku höfuðborgar; þar minnist hann blómsölukonunnar sem komin var með stjörnublómin á götu- hornið sitt, eins og ekkert hefði í skorizt, að morgni eftir sprengju- regn og hrun. Hann yrkir kvæði til Svíþjóðar, sem hefst á þessum raunalegu orðum: „vi kan ikke altid skimte deg, bror“ — þú hverfur okkur stundum, bróðir; eða: við grillum þig ekki alténd, bróðir, af því óveðrið skilur garða okkar. Hann yrkir einnig langt kvæði um Hákon konung, sem hefur að hætti fornra konunga orðið Nordahl Grieg

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.