Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 59
JÓN ÓSKAR: ÚTLEND SKIP Hlunnar að hálfu í sandi; hestar á fjörubeit. Skip fyrir ljósu landi lítur nú þjóðin teit. Samt er ég ekki að öllu ugglaus á blárri strönd. Gimbill með glaða bjöllu, gakktu við mína hönd. Fjarlægra þjóða fánar, íjarlægra þjóða nöfn upp stíga aí öldum Ránar útlend í hverri höfn ókunnug eyju kaldri án þess að vita um þig, lækur, sem lágu skvaldri liðast á bak við mig. Mættu þau ljósum litum lýðveldið okkar sjá; heyra, hvað helzt við ritum, hverfa svo aftur frá. Hlunnar í húmi rauðu hljóðlega þá við mér brosa í beini dauðu: Betra er nú hjá þér.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.