Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 59
JÓN ÓSKAR: ÚTLEND SKIP Hlunnar að hálfu í sandi; hestar á fjörubeit. Skip fyrir ljósu landi lítur nú þjóðin teit. Samt er ég ekki að öllu ugglaus á blárri strönd. Gimbill með glaða bjöllu, gakktu við mína hönd. Fjarlægra þjóða fánar, íjarlægra þjóða nöfn upp stíga aí öldum Ránar útlend í hverri höfn ókunnug eyju kaldri án þess að vita um þig, lækur, sem lágu skvaldri liðast á bak við mig. Mættu þau ljósum litum lýðveldið okkar sjá; heyra, hvað helzt við ritum, hverfa svo aftur frá. Hlunnar í húmi rauðu hljóðlega þá við mér brosa í beini dauðu: Betra er nú hjá þér.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.