Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 77
Islendinga SAGA ÍSLENDINGA. 5. bindi. Seytjáncla öld. Samið hcfur Páll Eggert Ólasson. — 6. bindi. Tímabilið 1701—1770. Samið bafa Páll Eggert Ólason og Þorkell Jóhannesson. — Menntamálaráð og Þjóðvinafélag. Reykjavík, MCMXLII og MCMXLIII. Við Islendingar höfum verið kallaðir söguþjóð, en höfum þó ekki enn eign- azt samfellda ritaða sögu okkar nema í örstuttum ágripum. Hvað hefur valdið? Ekki hefur skort áhuga á sögulegum efnum. Nógar eru heimildirnar, svo miklar, að vafasamt er, hvort aðrar þjóðir eiga um jafnauðugan garð að gresja að tiltölu. Hefur okkur skort yfirsýn? Eða hefur magn heimildanna orðið til trafala? Mér er nær að ætla, að hvorttveggja sé. Flest sagnarit vor eru ldaðin alls konar fróðleik, sem kemur þjóðarsögunni lítið við. Mest ber á mannfræði eða persónusögu, eins og eðlilegt er hjá fámennri þjóð, sem hefur ekki ráðið sér sjálf um langan aldur og hefur lifað í strjálbýli fram á síðustu stundir. Nú hafa Menntamálaráð og Þjóðvinafélag ráðizt í það stór- rirki að gefa út Sögu Islendinga í 10 hindum og bæta með því úr brýnni þörf. Margir munu hafa vænzt mikils af þeirri fyrirætlun, en mér kemur ekki á óvart, þótt ýmsir hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Sá hluti sögunnar, sem út er kominn, ber alltof glögg merki þess að vera skilgetið afkvæmi sagna- ritanna frá niðurlægingartímanum. Menn hefðu mátt vænta framfara, nýrra taka á efninu, nýs skilnings á risi og hnignun þjóðarinnar, efnalega og menn- ingarlega, en í stað þess eru menn mest fræddir um ómerkilega hluti, að Worm Sjálandsbiskup hafi látið raka skegg af Jóni biskupi Árnasyni nauðugum eða því um líkt (sbr. 6. bindi, 151. bls.). P. E. Ó. er stálminnugur og einna fróð- astur manna um sögu okkar, enda hefur liann afkastað miklu í þeirri grein. Hann er gjörsamlega laus við allar bollaleggingar út í bláinn, og stíll hans er þróttmikill og karlmannlegur. En þeir kostir nægja ekki. Sá liluti hans af Sögu Islendinga, sem þegar hefur birzt, er í rauninni mestmegnis fróðleikur eða safn staðreynda, en ekki saga, þar sem leitazt er við að rekja orsakir og afleiðingar og veita yfirsýn um þau efni, er máli skipta. Þegar þjóðarsaga er rituð, verður jafnan að hafa alla þjóðina í huga jrá upphafi vega hennar. Einstaklingum er ekki hægt að gera nein skil öðrum en þeim, sem mestum umbrotum valda. Jafnframt verður að minnast þess, að hver þjóð er oftast rneira eða minna háð öðrum þjóðum og auk þess landi sínu og náttúru þess. Sjónarmiðum þessurn má aldrei sleppa, og allt það efni, sem skyggir á þau
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.