Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 9
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
183
er að miklu leyti að þakka heimahernum og verkamönnum, sem
brugðust vel við skipuninni um að hindra sem bezt þeir mættu, að
óvinirnir færu eyðandi á undanhaldi sínu.
Annar vonarneisti felst í því, sem nú greinir. Hr. Lepercq, fjár-
málaráðherra, lýsti yfir því, eftir að hafa bent á 900 miljarða halla,
sem á rætur sínar að rekja til vopnahlésins, en þó einkum til stjórn-
ar og stefnu Vichy-manna, að fjármálaástand Frakka væri ekki kvíð-
vænlegt. „Lánstraust ríkisins,“ bætti hann við, „er í bezta lagi.
Frankinn hefur verið varinn á alþjóðaráðstefnum, gullforðinn er
ósnertur — þessi gullforði hafði verið fluttur til nýlendnanna þegar
á árinu 1939 — og hinum geysimiklu auðlindum nýlendnanna hefur
verið borgið. Fjárhagsleg viðreisn Frakklands verður skjótari en
annarra landa, því að allt, sem lil hennar þarf, er þegar fyrir
hendi.“
Að öllu þessu athuguðu, má ætla, að efnalega verði Frakkland
komið á fót eftir tiltölulega skamman tíma. Landið mun fljótlega
komast aftur til fornrar velmegunar.
Hvað viðvíkur hinum andlega hag landsins, Jiá er guði svo fyrir
að þakka, að þar er ekki viðreisnar þörf. Fjögurra ára andleg og
siðferðisleg kúgun, æðisgengnar tilraunir óvinanna til að kæfa sál
Frakklands, til að afvegaleiða hugi manna, til að þurrka upp lindir
þjóðarsálarinnar, hafa ekki borið annan árangur en þann að styrkja
hjá Frökkum meðvitundina um gildi sitt, trúna á sjálfa sig og á þau
meginatriði siðmenningarinnar, sem hafa verið aðalsmerki ættlands
Jseirra.
Reyndar hafa verið, eins og í öllum löndum, menn, sem saurgazt
hafa af nærveru nazista, nokkrir afvegaleiddir sauðir, andlegrar
stéttar menn, listamenn, sem hafa átt samneyti við óvinina. En þeir
hafa verið fáir. Langflestir hafa reynzt tryggir. Hins vegar hafa, á
öllum sviðum og á öllum stigum jDjóðfélagsins, verið unnin mikil
andleg afrek, sem heimurinn mun brátt kynnast og dást að. A
hljóðum nóttum hafa hin fornu gildi verið mæld, vegin miskunnar-
laust á vog þjóðarheillar. Fortíðin hefur verið metin, hið forna
stjórnmálalega, viðskiptalega og Jijóðfélagslega kerfi hefur verið
gagnrýnt harðlega. Síðan hafa menn beint augum sínum til fram-
tíðarinnar, til hins nýja ríkis, sem koma skal.