Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 16
PÁLMI HANNESSON:
Fjallið SKJALDBREIÐUR
Kaflar úr gömlu útvarpserindi, lítið eitt lagfærðir
Sumarmorgunn á Þingvöllum, þannig hefst mál mitt í kvöld, um
sumarmorgun á Þingvöllum fyrir 103 árum, hinn 14. júlí 1841. Og
þessi morgunn er ekki drungalegur og dimmur meS hafátt og úr-
komu, heldur heiður og hlýr, eins og morgnar verSa fegurstir á
íslandi.
NiSri á völlunum eru ferSamenn aS taka sig upp. Tveir þeirra
sýsla viS hesta og farangur, en hinn þriSji horfir á um stund —
þegjandi. Svo snýr hann á brott, gengur upp á austurbarm Al-
mannagjár og sezt þar á hraunsnös. Hann er meSalmaSur á hæS,
en þrekinn um bol og herSar. Hann hefur eitthvaS útlendingslegt
viS sig, einkum til augnanna. Þau eru svo stór og dökk og þung-
lyndisleg. HvaSa ferSalangur skyldi þetta vera? Hann hallar sér
fram og horfir yfir þingstaSinn — sem eitt sinn var — yfir spegil-
slétt vatniS og blágrænan skóginn á hrauninu. Sólin er aS hækka á
Iofti, og bláir reykir stíga beint í loft upp frá bæjunum viS vatniS.
Og hann hlustar á niSinn í Öxarárfossi og þrastakvakiS úti í kjarr-
inu. Þannig situr hann langa hríS.
Fylgdarmennirnir bjástra viS baggana og fólkiS á prestssetrinu
tínist út á völlinn til iSju sinnar. Enginn lítur til hægri eSa vinstri.
Enginn virSist gefa gaum aS fegurS morgunsins þarna á Þingvöll-
um, nema þessi ferSamaSur meS dökku augun. Og þaS var víst, aS
ekki höfSu þeir hugmynd um hana, þessir vitringar þarna fyrir
sunnan, sem ekki máttu heyra þaS nefnt, aS hiS nýja, endurreista
Alþing yrSi haldiS á Þingvöllum, heldur vildu draga þaS og allt
annaS til Reykjavíkur — í holtiS — undir handarjaSarinn á kaup-
mennskunni og hinu erlenda valdi. Þvílík fásinna. HvaSa þjóS átti
sér slíkan þingstaS sem þennan? HafSi ekki náttúran sjálf skapaS
hann og valiS til þessa hlutverks af furSulegri framvísi? Grímur