Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 18
192
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Nei, Jónas Hallgrímsson var ekki í hávegum hafður um sína daga.
Og á þessum árurn þótti heldra fólkinu í Reykjavík minnkun að
því að þekkja hann, hvað þá að umgangast hann og dást að hon-
um. Þetta fólk er nú gleymt, og við skulum ekki áfellast það. Ætli
við séum miklu betri sjálf? Gallar manna vita mest að samtíð þeirra
og vaxa henni oft í augum, og Jónas Hallgrímsson hafði marga
galla, sem nú eru gleymdir og grafnir, en töfrar ljóða hans horfa
hins vegar við okkur, framtíðinni.
Við skulum nú fylgjast með Jónasi og förunautumhans. Þeirhalda
sem leið liggur norður með Armannsfelli og æja á Hofmannaflöt.
Síðan sveigja þeir af Kaldadalsvegi og halda upp eftir dalverpi
einu litlu, sem liggur norður frá flötinni, unz þeir koma að dálitlu
skarði, er opnast austur úr dalverpinu, og heitir Goðaskarð. Af
skarðinu opnast Jónasi sýn yfir hinn mikla, fagra fjalldal, sem
gengur norðaustur frá Þingvallasléttunni, breiðan heiðardal, þakinn
mosagráum hraunum. En norðan við dalinn rís Skjaldbreiður við
bláa heiðríkjuna.
Þeir félagar halda nú inn dalinn, og Jónas dregst aftur úr um
hríð. Hann hefur mörgu að sinna. Hann þarf að rannsaka landið,
skoða náttúruna, og til þess er hann betur fallinn en nokkur annar
maður í þá daga. Hann á að safna nátlúrugripum fyrir dönsk söfn
og rita dagbækur á dönsku. Þetta lætur honum einnig allvel. En loks
verður hann að njóta landsins, nema tungutak þess, og í því hefur
enginn komizt til jafns við hann, hvorki fyrr né síðar.
Jónas Hallgrímsson lætur Ijósgráa hestinn sinn lötra hægt á
eftir lestinni með slaka tauma. Augu hans dragast æ meir að hinu
vörpulega, bungubreiða fjalli, sem rís og hækkar fram undan. I
dag ætlar hann að rannsaka þetta fjall og fara kringum það allt.
Um þetta ferðalag eru til tvær heimildir frá hendi Jónasar: Dag-
bók hans og kvæðið, sem allir kunna.
Skannnt frá fjallsrótunum sér hann einstakan hól, og hyggur, að
hann kunni að vera gígur. Hann flýtir sér til fylgdarmannanna og
segir þeim að koma á eftir sér með lestina. Svo slær hann í klár-
inn og þeysir af stað í áttina til hólsins, en fylgdarmennirnir sjá þá
fjarlægjast og hverfa í hraunið.
Þegar Jónas hefur drykklanga stund athugað þennan hól, sem