Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 19
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 193 heitir Sandgígur, tekur hann að svipast um eftir samferðamönnum sínum, en þeir sjást hvergi. Hann leitar þeirra um hraunið í nærri því tvær stundir, ríður upp á hóla, hóar, horfir og kallar, en allt er það árangurslaust. Hvergi sér urmul eftir af lestinni. Hún er týnd, og fylgdarmennirnir hljóta að hafa villzt. Nú er Jónas Hallgrímsson í vanda staddur. Hann hefur þreytt sig og hestinn í leitinni og stend- ur nú eftir einn og allslaus langt uppi á heiðum. Hann hefur hvorki nesli né yfirhöfn. Hvað á hann nú til bragðs að taka? Halda til byggða? Nei, hann ætlaði sér að fara kringum Skjaldbreið, og það skyldi ekki bregðast. „Eg afréð því,“ segir hann í dagbók sinni, „að treysta á hestinn minn góða, halda áfram jarðfræðirannsókn- um mínum á fjallinu, fara í kringum það og látast hafa lestina með mér. Ef ég fyndi hana um kvöldið í áfangastað, þá fór allt vel, en annars átti ég að geta náð til mannabyggða að kvöldi næsta dags, svo framarlega sem engin óhöpp bæri að höndum. Ég hélt því áfram aleinn.“ Og sólin skein í heiði, en Skjaldbreiður faldaði hvítu fyrir þess- um einhuga og æðrulausa náttúruskoðara, sem hélt leiðar sinnar al- einn um hraun og heiðamóa. Hann og hesturinn eru eitt: lítill, hvít- ur depill á bláu hafi bergsins. Þegar Jónas kemur austur um Skjaldbreið, hverfur honum sýn til suðurs, en önnur ný opnast inn um hinn víða fjallageim, þar sem Hlöðufell drottnar, en Lambahlíðar hjúfra sig upp að hvítu brjósti Langjökuls. Þannig heldur hann áfram og sækist fremur seint, því að margt ber fyrir augu, að mörgu þarf að hyggja. — Norðan við Breiðinn sveigir hann svo til vesturs fram með fjalls- rótunum. Og seint um kvöldið, þegar sólin rennur við Ok, hverfur hann vestur frá fjallinu. Dagsverkið er á enda. Hesturinn er nú tekinn að lýjast, en sjálfur er hann óþreyttur. Hann er glaður yfir góðum degi, þakklátur við fjöllin og sólskinið. Jónasi Hallgrímssyni líður vel og kvíðir engu, þó að lestin sé týnd og tröllum gefin. Hann lætur klárinn sinn lötra í kvöldkyrrðinni með slaka tauma og rekur fyrir sér atburði dagsins, rannsóknirnar og ferðalagið frá Þingvöllum. Hann þykist skilja til fulls þau rök, sem ráðið hafi um sköpun Skjaldbreiðs og vallarins við hina bláu skóga, þingstaðarins, þar sem ekki átti framar að halda þing. — 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.