Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 27
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
201
eins og okkar, og arðnýtti vinnukraft, sem var lítils virði og stund-
um einskis, í þjóðfélagi, sem einkenndist af miðaldafrumstæði í
lífskjörum, ýmist undirorpið hungursneyð eða á jaðri hungurs-
neyðar. Miðaldamyrkur Evrópu, 9. og 10. öldin. hefur á Islandi
náð fram á okkar daga í atvinnuháttum og lífskjörum. Allt er kallað
dyggð, sem sprettur af óhjákvæmilegri hagrænni nauðsyn í þjóðfé-
lagi. Og mikið rétt, ef sjónarmið afturhaldsmanna á að sigra, og
íslenzkir bændur skulu ekki nota nútímaverkfæri við framleiðslu
sina, heldur vinna með aðferðum 10. aldar, níða niður landið og
eyða því, þá er strjálbýlið dyggð.
En þegar klíkan boðar strjálbýlið, afleiðing rányrkjunnar, sem
hátt siðferðisstig og dyggð um leið og hún hvetur til ræktunar, þá
opinberast sá sljóleiki hugsunarinnar, sem ég áðan nefndi, og kennd-
ur er við grautarhöfuð. Ræktun og strjálbýli lokar nefnilega hvort
annað úti af því þetta tvennt byggist á andstæðum grundvallarat-
riðum. Eins og rányrkja útheimti strjálbýli krefst ræktun þéttbýlis.
Ræktun framkvæmd af sálgöfgunarástæðum á sundurslitnum tuðr-
um sinni í hverri áttinni í afskekktum héruðum á ekkert skylt við
atvinnuveg. Tilgangur ræktunar er sá að framleiða landbúnaðar-
afurðir fyrir einhvern ákveðinn markað. Undirstaða ræktunar er
hentugt land í nánd þess markaðar, sem ræktunin miðast við. Skil-
yrði ræktunar eru véltækar landspildur með auðveldum samgöng-
um við markaðinn. I lýðfrjálsu landi er engum manni skipað að
fara þaðan sem hann vill vera, ef hann er ekki öðrum að meini;
íþróttamenn byggja sér kofa á jöklum. En ræktun lands með nú-
tímaverkfærum táknar samþjöppun rekstursins á sem hentugust
svæði í nánd markaðanna, því það borgar sig ekki að hafa afkasta-
miklar vélar í gangi nema á samhangandi spildum, og fátækir menn
í strjálbýli geta ekki eignazt þesskonar tæki, og ekki heldur látið
þau ganga þó þeir fengju þau gefins. Einyrkjar í strjálbýli fjarri
markaði eru fyrirfram lokaðir úti frá þátttöku í rekstri fyrirtækja,
sem starfa með nútímaverkfærum. Það er hægt að segja með fullri
vissu, hvar helzt á að framleiða hverja tegund afurða fyrir helztu
markaði hér innanlands, og hvernig ræktunin skuli skipulögð svo
báðum sé akkur í, þeim sem rækta og hinum, sem neyta.
Sú nauðsynlega samþjöppun byggðarinnar, sem vélrænn búskapur