Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 27
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 201 eins og okkar, og arðnýtti vinnukraft, sem var lítils virði og stund- um einskis, í þjóðfélagi, sem einkenndist af miðaldafrumstæði í lífskjörum, ýmist undirorpið hungursneyð eða á jaðri hungurs- neyðar. Miðaldamyrkur Evrópu, 9. og 10. öldin. hefur á Islandi náð fram á okkar daga í atvinnuháttum og lífskjörum. Allt er kallað dyggð, sem sprettur af óhjákvæmilegri hagrænni nauðsyn í þjóðfé- lagi. Og mikið rétt, ef sjónarmið afturhaldsmanna á að sigra, og íslenzkir bændur skulu ekki nota nútímaverkfæri við framleiðslu sina, heldur vinna með aðferðum 10. aldar, níða niður landið og eyða því, þá er strjálbýlið dyggð. En þegar klíkan boðar strjálbýlið, afleiðing rányrkjunnar, sem hátt siðferðisstig og dyggð um leið og hún hvetur til ræktunar, þá opinberast sá sljóleiki hugsunarinnar, sem ég áðan nefndi, og kennd- ur er við grautarhöfuð. Ræktun og strjálbýli lokar nefnilega hvort annað úti af því þetta tvennt byggist á andstæðum grundvallarat- riðum. Eins og rányrkja útheimti strjálbýli krefst ræktun þéttbýlis. Ræktun framkvæmd af sálgöfgunarástæðum á sundurslitnum tuðr- um sinni í hverri áttinni í afskekktum héruðum á ekkert skylt við atvinnuveg. Tilgangur ræktunar er sá að framleiða landbúnaðar- afurðir fyrir einhvern ákveðinn markað. Undirstaða ræktunar er hentugt land í nánd þess markaðar, sem ræktunin miðast við. Skil- yrði ræktunar eru véltækar landspildur með auðveldum samgöng- um við markaðinn. I lýðfrjálsu landi er engum manni skipað að fara þaðan sem hann vill vera, ef hann er ekki öðrum að meini; íþróttamenn byggja sér kofa á jöklum. En ræktun lands með nú- tímaverkfærum táknar samþjöppun rekstursins á sem hentugust svæði í nánd markaðanna, því það borgar sig ekki að hafa afkasta- miklar vélar í gangi nema á samhangandi spildum, og fátækir menn í strjálbýli geta ekki eignazt þesskonar tæki, og ekki heldur látið þau ganga þó þeir fengju þau gefins. Einyrkjar í strjálbýli fjarri markaði eru fyrirfram lokaðir úti frá þátttöku í rekstri fyrirtækja, sem starfa með nútímaverkfærum. Það er hægt að segja með fullri vissu, hvar helzt á að framleiða hverja tegund afurða fyrir helztu markaði hér innanlands, og hvernig ræktunin skuli skipulögð svo báðum sé akkur í, þeim sem rækta og hinum, sem neyta. Sú nauðsynlega samþjöppun byggðarinnar, sem vélrænn búskapur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.