Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 30
204
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fyrirtæki þau sem uppbæturnar þiggja að framleiða handa sér þó
ekki væri nema þær allra sjálfsögðustu, einföldustu og algengustu
landbúnaðarafurðir, svo sem smjör, rjóma, skyr, egg, ferska ný-
mjólk. Svarið er nei. Menn standa með peningana í höndum og
bjóða þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu krónur, hvað sem vera skal, fyrir
kíló smjörs, en varan er ekki til. í þessu landbúnaðarlandi sjást
ekki algengustu landbúnaðarafurðir mikinn hluta ársins. Smjör og
egg eru í öllum siðuðum löndum einhver ódýrasta matvara. Islend-
ingar lifa á þesskonar makaríni, sem í öðrum löndum mundi vera
lögbannað að bjóða mönnum. I Ameríku kostar smjör í heildsölu
minna en maggadúllan hér, eða kringum 4 kr. kílóið.
Þessi skortur landbúnaðarvöru er einn vottur þess, að við höfum
enn ekki menningu til að reka búskap í landinu. Við höfum ekki
lag á að afla okkur nauðsynlegs matar úr nægtabúri landsins. Ann-
að jafnvel átakanlegra dæmi ómenningar er þó skorturinn á vöru-
vöndun. Það er ekki gerð tilraun til að framleiða hér vöru, sem á
alþjóðlegum markaði mundi ná máli sem fyrsta ílokks vara. Fyrsta
flokks mjólk er á íslenzkum markaði jafnóþekkt hugtak og fyrsta
flokks kjöt. Mikinn hluta sumars eru báðar þessar vörutegundir í
Reykjavík svo langt fyrir neðan alla flokka, að það er vafasamt
hvort slík vara væri talin markaðshæf í öðrum löndum.
Tökum mjólkina. Það væri fróðlegt að vita, hve mörg fjós væru
á mjólkursölusvæði Reykjavíkur, sem svöruðu þrifnaðarkröfum í
löndum eins og Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi. Nem-
um staðar við Danmörku, okkar gamla menntabrunn. Vita íslenzkir
mjólkurframleiðendur yfirleitt, hvers þrifnaðarlágmarks er krafizt
í dönskum mjólkursölukúabúum?- Mér er nær að halda, að fyrir-
myndarfjós í Danmörku séu einhverjir fín-ustu staðir þar í landi, og
ég er viss um, að menning hefði staðið hærra á íslandi í dag ef
ættgöfgi íslenzkra menntamanna hefði ekki boðið þeim að kjósa
heldur Hroðann og Kutann meðan þeir áttu dvöl í landi þessu.
Sóðaskapurinn er eitt af djúprættustu þjóðerniseinkennum okk-
ar, og allt hreinlætistal í sambandi við fjós verkar á okkur eins og
skrýtla. Fjósamenn þykja ekki miklir menn á íslandi. Athugum,
hverjar heilbrigðiskröfur dönsk yfirvöld gera um lágmarksþrifnað
í þeim fjósum, sem selja mjólk til Kaupmannahafnar. Reglurnar