Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 35
HAUKUR ÞORLEIFSSON:
Tekst samstarf um alþjóðaviðskipti
að stríðinu loknn?
Dagana 1.—22. júlí s.l. var haldin ráðstefna hinna sameinuðu
þjóða (44 að tölu), um alþjóða fjármál og viðskipli eftir stríð, í
Bretton Woods í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Af íslands hálfu
mættu þar þeir Magnús Sigurðsson bankastjóri, Ásgeir Ásgeirsson,
hankastjóri og Svanbjörn Frímannsson, formaður Viðskiptaráðs.
Bandaríkjaforseti hafði boðað til ráðstefnunnar, en áður höfðu fram
farið umræður milli fulltrúa ýmissa þjóðanna og allítarlegar tillög-
ur gerðar um stofnun gjaldeyrissjóðs og alþjóðabanka til viðreisn-
ar og þróunar af þeim Harry D. White og Keynes lávarði og fleir-
um. Þessi ráðstefna er í rauninni beint framhald af Teheranráð-
stefnunni, þar sem æðstu menn þriggja stærstu þjóðanna bundu það
fastmælum fyrir hönd þjóða sinna, að þær skyldu standa saman,
unz fullur sigur fengist yfir nazismanum, og ekki einungis það,
heldur og standa saman um að skapa þann friðarsáttmála, er tryggt
geti varanlegan frið um aldaraðir.
Hingað til hefur mistekizt hrapallega að tryggja varanlegan frið.
Við hver stríðslok hefur þessi spurning vaknað, hvernig eigi að
koma í veg fyrir styrjaldir, og hún vakir enn í liugum miljónanna,
sem í raun og veru hata vígaferli og viðurstyggð styrjalda, og
krefst svars, ákveðnar og einlægar en nokkru sinni áður.
Gömlu friðarsinnarnir voru fyrst og fremst hugsjónamenn, sem
vildu fá fjöldann til þess að óhlýðnast fyrirskipunum valdhafanna,
þegar þeir kvöddu menn til vopna. Þetta var gott og blessað, ef slíkt
hefði tekizt, þegar um árásarþjóð var að ræða og friðarspilla, en
óhæft með þjóðum, sem urðu að verja hendur sínar gegn fjand-
mönnum, er herjuðu á landið. Og aðferð Gandhis, hins indverska
heimspekings, að láta fjöldann þverskallast vopnlausan gegn her-
valdi með nýtízku vopnaiátbúnaði, verður gersandega óvirk frannni
14