Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 37
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
211
gegn þriðja aðila, nema það færi saman við einkahagsmuni þeirra
sjálfra.
Nú hafa hinar sameinuðu þjóðir, með Stóra-Bretland, Bandaríki
Norður-Ameríku og Sovétríkin í broddi fylkingar, treyst samtök sín
í stríði með því að gera áætlanir fram í framtíðina, er eiga að
tryggja velferð og varanlegan frið. Eitt af þeirn tækjum, sem þær
hyggjast að beita í þessari baráttu fyrir velferð mannkynsins, er
Alþjóðagjaldeyrissjóður og Alþjóðabanki.
Gjaldeyrissjóðinn á að stofna með 8,8 miljarða dollara framlagi,
og er honum ætlað að kaupa gjaldeyri í því skvni að greiða fyrir
milliríkjaviðskiptum og tryggja jafngengi.
Alþjóðabankinn á að hafa að stofnhlutafé 9,1 miljarð dollara og
má auk þess taka lán sjálfur til útlána. Honum er ætlað að veita
löng og hagkvæm lán eða ábyrgjast slík lán, sem tekin væru eftir
venjulegum viðskiptaleiðum, til þeirra þjóða, sem hart hafa orðið
úti í styrjöldinni. Er tilætlunin sú, að þessi lán verði notuð til þess
að reisa við iðnað og annan atvinnurekstur, sem eyðilagzt hefur í
stríðinu, og til nýsköpunar, ef það þykir viðkomandi þjóð happa-
drýgra. Bankanum er því ætlað að hafa yfirsýn yfir hvað keypt er
fyrir andvirði lánanna, enda eru þau ekki útborguð fyrr en um
leið og atvinnutækin eru keypt eða eftir því, sem verkinu miðar
áfram. Á þennan hátt má hafa nokkurt eftirlit með því, að fram-
leitt sé samkvæmt þörfum heimsmarkaðarins, en ekki eingöngu í
samkeppnisskyni, eins og tíðkazt hefur í auðvaldslöndum fram að
þessu. Vandamál af þessu tagi verða vafalaust mörg, ekki sízt vegna
þess, að sfórþjóðirnar liafa orðið að koma sér upp framleiðslu
allskonar gerviefna, sem mörg reynast eins vel og jafnvel betur en
efnið sjálft. Rýrir það vitanlega eftirspurnina eftir efninu sjálfu og
kemur þjóðum þeim í vanda, sem byggt hafa megin afkomu sína
á framleiðslu þess. Svo er t. d. um gúm og nitrad. Þau lönd, sem
hafa framleitt slík efni og misst hafa niarkað fyrir þau að einhverju
leyti vegna framleiðslu markaðslandanna á gerviefnum, verða ef
til vill að fá hjálp með hagkvæmum lánum til þess að koma sér upp
framleiðslutækjum til nýs iðnaðar eða námareksturs, allt eftir stað-
háttum og aðstöðu, og yrði þá um leið að komast á allsherjar sam-
komulag um framleiðsluhlutdeild hvers lands.