Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 38
212
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Fulltrúarnir í Bretton-Woods virðast hafa gert sér það fyllilega
ljóst, að viðhorf verkafólksins er orðið gerbreytt. Alþýðan mun
aldrei framar sætta sig við atvinnuleysi og þá eymd og það volæði,
sem því fylgir. Og útrýming atvinnuleysisins er óhugsandi, nema
með alþjóða samstarfi og áætlunum um framleiðsluna, er tryggi, að
framleitt sé samkvæmt neyzluþörf, en ekki einungis í gróðaskyni,
innan hárra tollmúra, eða í samkeppnisskyni, með niðurboði á
heimsmarkaðinum. Slíkt ástand mundi leiða af sér enn á ný við-
skiptakreppu og styrjöld, og það var einmitt það, sem Teheran-
ráðstefnan og ráðstefnan í Bretton-Woods vildi reyna að hindra,
að slíkar hörmungar dyndu aftur yfir mannkynið. Þess vegna verða
nú einokunarhringarnir að láta í minni pokann fyrir þeim, sem
vilja alþjóðlegt samstarf, ekki samstarf um kúgun og þrælkun ný-
lenduþjóðanna eða til þess að koma á kné keppinautum á heims-
markaðinum, heldur samstarf um hjálp til handa þjóðunum til þess
að koma á hjá sér arðbærum fyrirtækjum, er tryggja þegnum þeirra
sæmilega afkomu. I Bretton Woods var ekki rætt um það, hvaða
ráðum ætti að beita til þess að lækka laun verkafólks, heldur hitt,
hverra ráða ætti að leita til þess að ekki þyrfti að skerða lífskjör
þess, svo að allir ættu þess kost að lifa við sómasamlegt lífsviður-
væri.
Nú mundi ef til vill einhver spyrja, hvort nokkrar meiri líkur séu
til þess, að takast megi að leysa þessi vandamál nú fremur en svo
oft áður. Því er til að svara, að þær ráðstafanir, sem þegar hafa
verið gerðar, benda í þá átt, að hugur fylgi máli, þótt einstaka hjá-
róma rödd heyrist. Og sú staðreynd, að þeir aðilar, sem taldir hafa
verið «varnir óvinir, Sovétríkin og auðvaldslönd hinna sameinuðu
þjóða, hafa viðurkennt hvorir aðra sem jafnréttháa aðila og hafið
raunhæft samstarf, veitir vissulega þeirri von byr, að takast megi í
framtíðinni að hrúa önnur djúp milli þjóða og stétta, a. m. k. í þeim
löndum, sem lengst eru komin, og jafna ágreiningsmál á friðsam-
legan hátt.
Ritað 12. deseraber 1944.